Fékk treyjur frá miðjumönnum Íslands með 20 ára millibili

Hinn 39 ára Ildefons Lima stóð vaktina í vörn Andorra þegar liðið tapaði 0-2 fyrir Íslandi í undankeppni EM 2020 í síðasta mánuði.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Lima mætir Íslandi enda hefur hann verið á þriðja áratug í landsliði Andorra og er nú fyrirliði þess. Hann er leikja- og markahæstur í sögu landsliðsins með 121 leik og ellefu mörk.
Lima lék m.a. leik Andorra og Íslands í undankeppni EM 2000, þann 22. mars 1999. Íslendingar unnu leikinn, 0-2, með mörkum Eyjólfs Sverrissonar og Steinars Adolfssonar.
Eftir leikinn fékk hann treyju Rúnars Kristinssonar (númer 6), leikjahæsta landsliðsmanns Íslands frá upphafi. Eftir leikinn við Ísland í síðasta mánuði bætti hann svo treyju Arons Einars Gunnarssonar (númer 17) í safnið. Hann fékk því treyjur frá tveimur af bestu miðjumönnum í sögu íslenska landsliðsins með 20 ára millibili.
Lima birti skemmtilega mynd af treyjunum tveimur á Twitter. Hana má sjá hér fyrir neðan.
20 years of @Fedandfutvs @footballiceland27/03/1999 - 22/03/2019, nr.6 worn by Runar Kristinsson, most capped Iceland player with 106 appearances, nr.17 worn by A.Gunnarsson@UEFAEURO #ísland #andorra #matchworn #matcwornshirt #footballcollection #vikingclap #iceland pic.twitter.com/KAR5itQOvw
— Ildefons Lima Solà(@ildelima6) April 1, 2019
Tengdar fréttir

Umfjöllun: Andorra - Ísland 0-2 | Skylduverki lokið sem betur fer
Ísland er komið með sín fyrstu stig í undankeppni EM 2020 eftir að hafa lagt Andorramenn að velli ytra í kvöld.