Fótbolti

Fékk treyjur frá miðjumönnum Íslands með 20 ára millibili

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hinn þrautreyndi Ildefons Lima.
Hinn þrautreyndi Ildefons Lima. vísir/getty

Hinn 39 ára Ildefons Lima stóð vaktina í vörn Andorra þegar liðið tapaði 0-2 fyrir Íslandi í undankeppni EM 2020 í síðasta mánuði.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Lima mætir Íslandi enda hefur hann verið á þriðja áratug í landsliði Andorra og er nú fyrirliði þess. Hann er leikja- og markahæstur í sögu landsliðsins með 121 leik og ellefu mörk.

Lima lék m.a. leik Andorra og Íslands í undankeppni EM 2000, þann 22. mars 1999. Íslendingar unnu leikinn, 0-2, með mörkum Eyjólfs Sverrissonar og Steinars Adolfssonar.

Eftir leikinn fékk hann treyju Rúnars Kristinssonar (númer 6), leikjahæsta landsliðsmanns Íslands frá upphafi. Eftir leikinn við Ísland í síðasta mánuði bætti hann svo treyju Arons Einars Gunnarssonar (númer 17) í safnið. Hann fékk því treyjur frá tveimur af bestu miðjumönnum í sögu íslenska landsliðsins með 20 ára millibili.

Lima birti skemmtilega mynd af treyjunum tveimur á Twitter. Hana má sjá hér fyrir neðan.
Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.