Innlent

Róbert kjörinn varaforseti MDE

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Róbert Ragnar Spanó var skipaður dómari við Mannréttindadómstóls Evrópu árið 2013
Róbert Ragnar Spanó var skipaður dómari við Mannréttindadómstóls Evrópu árið 2013
Róbert Spanó var kjörinn varaforseti Mannréttindadómstóls Evrópu í gær. Allir 47 dómarar réttarins tóku þátt í kosningunni en valið stóð milli hans og portúgalska dómarans Paulo Pinto de Albuquerque, sem hefur verið dómari við réttinn frá því í apríl 2011 eða tveimur árum lengur en Róbert.

Róbert hefur verið dómari við réttinn frá árinu 2013 og var kjörinn forseti sinnar dómdeildar í maí 2017.

Nýr forseti dómstólsins var einnig kjörinn í gær, hinn gríski LinosAlexandre Sicilianos, sem gegnt hefur stöðu varaforseta við dóminn frá árinu 2017. Hann tók sæti við réttinn í maí 2011 og á því rúmlega ár eftir af tímabili sínu þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×