Umræða hefur skapast um útilokun ensku kvennaliðanna frá stóru leikvöngunum eftir að sett var heimsmet í aðsókn að kvennaleik á Spáni. 60.739 mættu á Wanda Metropolitano á leik Atletico Madrid og Barcelona í spænsku kvennadeildinni.
Neville vill ganga enn lengra og bjóða áhorfendum frítt inn. „Af hverju ekki?; var svarið á hjá Phil Neville.
„Við skulum slá allri Evrópu við,“ sagði Neville. Neville er líka á því að það séu meiri líkur að halda góðri aðsókn á Englandi en til dæmis á Spáni.
"Let's blow away the rest of Europe."
Phil Neville wants Manchester United, Chelsea and Arsenal to "throw open" their stadiums for women's football matches.
More: https://t.co/HZJwqXL1oepic.twitter.com/1vWHfd9e59
— BBC Sport (@BBCSport) April 2, 2019
„Ég skoðaði aðsóknina á leikina í okkar deild á sunnudaginn og ég held meira að segja að hún sé betri fyrir utan þennan eina og eina leik á Spáni eða á Ítalíu,“ sagði Neville.
„Það voru 2800 manns á Kingsmeadow [Chelsea vann þar West Ham], 1500 manns á Solihull [Birmingham tapaði þar fyrir Arsenal] og ég held að við séum komin með góðan grunn,“ sagði Neville.
Chelsea, Arsenal, Manchester United, Manchester City og Liverpool eru sem dæmi öll með kvennalið en leikir stelpanna fara ekki fram á Stamford Bridge, Emirates, Old Trafford, Ethiad eða Anfield. Þær spila á miklu minni völlum.
Phil Neville urges top clubs to ‘throw open’ stadiums for women’s matches https://t.co/WTheRsECoF
— The Guardian (@guardian) April 1, 2019
„Það sem þarf að gerast er að einhver af þessum stóru félögum á Englandi þurfa að opna leikvangana sína og fylla þá. Ég tel að gæðin hjá okkur í dag séu mun betri en á Spáni og á Ítalíu,“ sagði Neville.
„Ég tel að, ef Manchester United vinnur b-deildina og kemst upp sem og topplið Arsenal, þá ættu þessi lið að opna sína leikvanga fyrir konunum. Meistaradeildarleikur hjá Chelsea konunum. Af hverju ekki að spila hann á Stamford Bridge og fá 30 til 40 þúsund manns,“ spyr Phil Neville.