Erlent

Guðni Th. Jóhannesson fundar með forseta Rússlands

Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar
Vladimir Putin og Guðni Th. Jóhannesson
Vladimir Putin og Guðni Th. Jóhannesson Vísir
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands mun funda með forseta Rússlands, Vladimir Putin, áður en ráðstefna um málefni Norðurheimskautsins fer fram í St. Pétursborg í næstu viku. Fundurinn mun fara fram þann 9. apríl nk. en auk Guðna mun Pútín funda með forseta Finnlands, forsætisráðherra Noregs og forsætisráðherra Svíþjóðar.

Rætt verður um ástand og framtíðarsýn tvíhliða samskipta, mikilvæg alþjóðleg mál og svæðisbundin málefni og vandamál með áherslu á samstarfi í Norðurskautinu.

Mikil áhersla er lögð á samskiptahlutann en til stendur að Finnland, sem hefur haldið forsæti í Norðurheimskautsráðinu frá því 2017, muni rétta Íslandi keflið í maí, en Rússar munu svo taka við því árið 2021.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×