Erlent

Donald Trump hælir ríkisstjórn Mexíkó

Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar
Innflytjendum haldið við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó.
Innflytjendum haldið við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Getty/Justin Sullivan
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur enn ekki lagt fram tímasetningu um það hvenær hann hyggst loka landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Þetta kom fram eftir að fyrirtæki lýstu yfir áhyggjum yfir afleiðingunum sem þetta hefði í för með sér fyrir vöruflutninga.  

Trump hótaði á föstudag að láta loka landamærunum myndi Mexíkó ekki gera eitthvað til að koma í veg fyrir för fólks yfir landamærin  síðustu misseri, en talskona hans sagði hann ekki vera með sérstaka tímalínu fyrir lokunina.

Lokun landamæranna myndi stöðva milljónir löglegra innflytjenda og milljarða dollara í viðskiptum.

Frá þessu er greint hjá Reuters. 

Trump hældi viðbrögðum Mexíkó til að stöðva ólöglega innflytjendur við landamæri Mexíkó í suðri í dag, þriðjudag en Mexíkóska ríkisstjórnin tilkynnti í gær að það myndi hjálpa til við að koma reglu á flæði innflytjenda frá Mið-Ameríku sem færu í gegnum Mexíkó.

Trump sagði á blaðamannafundi í gær að mexíkóska ríkið hefði frá og með gærdeginum byrjað að handtaka fjölda fólks við landamæri sín í suðri sem kæmu frá El Salvador, Guatemala og Hondúras, en það hafi þegar handtekið þúsundir einstaklinga.

Lokun landamæranna hefur verið efst á málefnalista Trumps undanfarið en það hefur fallið í grýttan jarðveg meðal annarra stjórnmálamanna og hafa þó nokkrir þingmenn talað opinberlega gegn því, þar með talið þingmenn Repúblikanaflokksins og hefur stöðnun vöruflutnings valdið ugg.






Tengdar fréttir

Trump hótar að loka landamærunum

Komi Mexíkó ekki í veg fyrir það að ólöglegir innflytjendur fari yfir landamærin og til Bandaríkjanna tafarlaust munu Bandaríkin loka landamærunum, segir Bandaríkjaforseti, Donald Trump.

Flóttafólki haldið undir brú

Ástandið á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó fer síversnandi, þar sem landamæraeftirlit Bandaríkjanna ræður ekki við þann mikla fjölda fólks sem sækir um hæli í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×