Undirritun samninga dregst á langinn Heimir Már Pétursson skrifar 3. apríl 2019 18:28 Stíft hefur verið fundað síðustu daga og vikur í húsakynnum ríkissáttasemjara. vísir/vilhelm Undirritun kjarasamninga um þrjátíu stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins hefur dregist fram eftir öllum degi. Vonir standa þó til að hægt verði að undirrita samningana í kvöld. Umtalsverðar breytingar verða gerðar á lögum um verðtryggingu lána og gripið til fjölda annarra aðgerða að hálfu stjórnvalda í tengslum við samningana. Forystufólk nítján félaga Starfsgreinasambandsins og níu félaga innan Landsambands verslunarmanna hefur setið sleitulaust í húsakynnum ríkissáttasemjara undanfarna tvo sólarhringa. Ekki tókst að kynna innihald samninga og aðgerðir ríkisstjórnarinnar seinnipartinn í gær eins og til stóð. Gefið var út að stefnt væri að undirritun samninga klukkan 15. Fjölmiðlar biður því fyrir utan skrifstofur ríkissáttasemjara frá því skömmu fyrir 15 eða allt þar til Elísabet Ólafsdóttir, skrifstofustjóri ríkissáttasemjara, kom fram og tilkynnti að ólíklegt væri að skrifað yrði undir fyrir eða á meðan á kvöldfréttatímar útvarps- og sjónvarpsstöðvanna væru í loftinu, en engu að síður væri stefnt að því að skrifa undir samninga í kvöld. Ýmislegt hefur spurst út um innihald aðgerða stjórnvalda og samninganna. Engin verðtryggð lán verði veitt frá árinu 2020 til lengri tíma en 25 ára. Lágmarkslengd verðtryggðra lána verði tíu ár. Húsnæðisliðurinn verði tekinn úr vísitölu verðtryggðra lána. Ákvæði verða í kjarasamningum um uppsögn þeirra, lækki Seðlabankinn ekki vexti. Skattar verði lækkaðir um níu þúsund krónur á mánuði hjá lágtekjufólki. Lægstu laun hækki um 90 þúsund krónur á mánuði á þremur árum en almenn hækkun verði 70 þúsund krónur á mánuði. Þá verði vinnuvikan stytt en það ráðist af útfærslu á hverjum vinnustað. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og fyrsti forseti Alþýðusambandsins, hafði þetta að segja um væntanlega samninga í Bítinu á Bylgjunni í dag. „Það er náttúrulega alltaf þannig, eins og er í kjarasamningsgerð með aðkomu stjórnvalda, að alltaf vill maður meira. En ég tel að það sem ríkisstjórnin er að koma með núna er mun meira en við höfum séð áður. Það er bara einfaldlega þannig,“ segir Vilhjálmur. Ríkisstjórnin mun ekki kynna innihald sinna aðgerða fyrr en skrifað hefur verið undir samningana. Bítið Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Vilja ekki fara sér óðslega Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ástæðan fyrir þeim töfum sem hafa orðið á undirritun kjarasamninga sé sú að samningagerðin sé tímafrek vinna. Fólk vilji ekki fara sér óðslega. Það sé sérstaklega mikilvægt að vanda til verka í orðalagi samningsins. 3. apríl 2019 18:27 Telur kjarasamningana geta dregið úr sundrungu á meðal þjóðarinnar Halldór segist vona að hægt verði að kynna nýstárlega kjarasamninga. Það sé mat hans að vel hafi tekist til í þetta sinn en hann telur að kjarasamningarnir muni draga úr sundrungu á meðal þjóðarinnar og séu þannig jákvætt innlegg í samfélagsumræðuna. 3. apríl 2019 09:49 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Sjá meira
Undirritun kjarasamninga um þrjátíu stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins hefur dregist fram eftir öllum degi. Vonir standa þó til að hægt verði að undirrita samningana í kvöld. Umtalsverðar breytingar verða gerðar á lögum um verðtryggingu lána og gripið til fjölda annarra aðgerða að hálfu stjórnvalda í tengslum við samningana. Forystufólk nítján félaga Starfsgreinasambandsins og níu félaga innan Landsambands verslunarmanna hefur setið sleitulaust í húsakynnum ríkissáttasemjara undanfarna tvo sólarhringa. Ekki tókst að kynna innihald samninga og aðgerðir ríkisstjórnarinnar seinnipartinn í gær eins og til stóð. Gefið var út að stefnt væri að undirritun samninga klukkan 15. Fjölmiðlar biður því fyrir utan skrifstofur ríkissáttasemjara frá því skömmu fyrir 15 eða allt þar til Elísabet Ólafsdóttir, skrifstofustjóri ríkissáttasemjara, kom fram og tilkynnti að ólíklegt væri að skrifað yrði undir fyrir eða á meðan á kvöldfréttatímar útvarps- og sjónvarpsstöðvanna væru í loftinu, en engu að síður væri stefnt að því að skrifa undir samninga í kvöld. Ýmislegt hefur spurst út um innihald aðgerða stjórnvalda og samninganna. Engin verðtryggð lán verði veitt frá árinu 2020 til lengri tíma en 25 ára. Lágmarkslengd verðtryggðra lána verði tíu ár. Húsnæðisliðurinn verði tekinn úr vísitölu verðtryggðra lána. Ákvæði verða í kjarasamningum um uppsögn þeirra, lækki Seðlabankinn ekki vexti. Skattar verði lækkaðir um níu þúsund krónur á mánuði hjá lágtekjufólki. Lægstu laun hækki um 90 þúsund krónur á mánuði á þremur árum en almenn hækkun verði 70 þúsund krónur á mánuði. Þá verði vinnuvikan stytt en það ráðist af útfærslu á hverjum vinnustað. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og fyrsti forseti Alþýðusambandsins, hafði þetta að segja um væntanlega samninga í Bítinu á Bylgjunni í dag. „Það er náttúrulega alltaf þannig, eins og er í kjarasamningsgerð með aðkomu stjórnvalda, að alltaf vill maður meira. En ég tel að það sem ríkisstjórnin er að koma með núna er mun meira en við höfum séð áður. Það er bara einfaldlega þannig,“ segir Vilhjálmur. Ríkisstjórnin mun ekki kynna innihald sinna aðgerða fyrr en skrifað hefur verið undir samningana.
Bítið Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Vilja ekki fara sér óðslega Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ástæðan fyrir þeim töfum sem hafa orðið á undirritun kjarasamninga sé sú að samningagerðin sé tímafrek vinna. Fólk vilji ekki fara sér óðslega. Það sé sérstaklega mikilvægt að vanda til verka í orðalagi samningsins. 3. apríl 2019 18:27 Telur kjarasamningana geta dregið úr sundrungu á meðal þjóðarinnar Halldór segist vona að hægt verði að kynna nýstárlega kjarasamninga. Það sé mat hans að vel hafi tekist til í þetta sinn en hann telur að kjarasamningarnir muni draga úr sundrungu á meðal þjóðarinnar og séu þannig jákvætt innlegg í samfélagsumræðuna. 3. apríl 2019 09:49 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Sjá meira
Vilja ekki fara sér óðslega Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ástæðan fyrir þeim töfum sem hafa orðið á undirritun kjarasamninga sé sú að samningagerðin sé tímafrek vinna. Fólk vilji ekki fara sér óðslega. Það sé sérstaklega mikilvægt að vanda til verka í orðalagi samningsins. 3. apríl 2019 18:27
Telur kjarasamningana geta dregið úr sundrungu á meðal þjóðarinnar Halldór segist vona að hægt verði að kynna nýstárlega kjarasamninga. Það sé mat hans að vel hafi tekist til í þetta sinn en hann telur að kjarasamningarnir muni draga úr sundrungu á meðal þjóðarinnar og séu þannig jákvætt innlegg í samfélagsumræðuna. 3. apríl 2019 09:49