Innlent

Íslenskur vert stórslasaður eftir mótorhjólaslys í Taílandi

Jakob Bjarnar og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa
Hugað að Samúel Þór eftir slysið. Um er að ræða skjáskot úr myndbandi sem tekið var á vettvangi.
Hugað að Samúel Þór eftir slysið. Um er að ræða skjáskot úr myndbandi sem tekið var á vettvangi.
Samúel Þór Hermannson liggur stórslasaður á sjúkrahúsi í Taílandi eftir mótorhjólaslys sem hann lenti í fyrir rétt tæpum hálfum mánuði. Samúel Þór er frá Kópavogi en hann er eigandi Pablo Discobar sem er vinsæll veitingastaður í miðborg Reykjavíkur, við Ingólfstorg.Í samtali við Vísi segist Samúel Þór vera lamaður vinstra megin í andlitinu en hann ber sig að öðru leyti þokkalega. Hann lá láréttur og var á leið í læknisskoðun og þurfti að gera hlé á samtalinu fram á dag. Fréttablaðið ræddi við Samúel í morgun en hann er staddur í bænum Hua Hin, á sjúkrahúsi þar.

Mánaðarlangt frí endaði með ósköpum

Samúel Þór fór var í mánaðarlöngu fríi ásamt fjórtán ára dóttur sinni þegar ósköpun riðu yfir. Vegfarandi í Taílandi tók upp myndband eftir slysið, sendi það raunar út í beinni útsendingu á Facebook. Þar má sjá Samúel Þór meðvitundarlausan. Hann tekur það fram í samtali við Fréttablaðið að hann hafi verið með hjálm þegar hann var á mótorhjólinu en búið var að fjarlægja hann þegar myndskeiðið var tekið upp. Aðeins voru þrír dagar eftir af fríinu þegar óhappið varð. Samúel Þór stríðir nú við minnisleysi og óvist hvenær hann verður ferðafær og kemst til Íslands. Meiðsli hans eru alvarleg og meðal annars á hann við alvarlega höfuðáverka að stríða sem þýðir að hann getur vart stigið í flugvél næsta mánuðinn eða svo. Það blæddi inn á heila hans.Samúel ætlaði að skreppa út í búð á mótorhjóli sem hann var með á leigu en fram kemur á frettabladid.is að hann hafi verið vanur hjólreiðum. En, þá ók bíll í veg fyrir hann með þeim afleiðingum að hann og hjólið skall í götunni. Bílstjóri þess bíls lét sig hins vegar hverfa af vettvangi.Engin rannsókn hefur farið fram á slysinu og er lögregla búin að loka málinu fyrir sína parta. Samúel hins vegar sá svo myndbandið af sjálfum sér á slysstað nokkrum dögum síðar, en það var gangandi vegfarandi sem kom þar að og lyfti síma sínum til að taka upp myndskeið af vettvangi.Fyrstu dagarnir í móðu

Þar má sjá Samúel liggja meðvitundarlausan og blóðugan á götunni. Vegfarendur huga að honum og þá koma sjúkraliðar á vettvang.Samúel Þór var ekki í aðstöðu til að fara nákvæmlega yfir tildrög slyssins og lýsa líðan sinni eftir slysið. Hann var á leið í læknisskoðun og var talandi hans óskýr, því hann er lamaður í hálfu andlitinu. Að sögn hans vona læknar að sú lömun gangi til baka en það er þó ekki vitað. Samúel Þór vissi ekki af sér fyrr en hann komst til meðvitundar á spítalanum en þá var hann búinn að tapa heyrn og nefbrotinn.Í frásögn frettabladid.is kemur fram að hann hafi reynt að hringja í dóttur sína þegar hann komst til meðvitundar en fyrstu dagarnir voru í móðu.Slysið var, eins og gefur að skilja, mikið áfall fyrir dóttur hans en fljótlega eftir slysið kom barnsmóðir Samúels til Tælands og fylgdi henni til Íslands.Samúel Þór er fyrst og fremst þakklátur fyrir að vera á lífi, hann er þakklátur fyrir að eiga góða að, segir hann í samtali við frettabladid.is. Í fyrstu var hann á almennu sjúkrahúsi hvar aðbúnaður var ekki góður en hann liggur nú við betri aðstæður.Myndband sem fylgdi fréttinni hefur verið fjarlægt.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.