Forsetaframbjóðendur í lyfjapróf fyrir kappræður Andri Eysteinsson skrifar 6. apríl 2019 16:56 Petró Pórósjenkó forseti Úkraínu hér í miðju lyfjaprófi. EPA/Mikhail Palinchak Forseti Úkraínu, Petró Pórósjenkó varð við kröfu mótframbjóðanda síns, Vólódímírs Selenskíj, um að gangast undir áfengis- og lyfjapróf fyrir kappræður forsetaframbjóðendanna tveggja sem munu fara fram á Ólympíuleikvanginum í Kænugarði. CNN greinir frá. Selenskíj, sem er leikari og hefur enga reynslu af pólitík nema frá hlutverki sínu sem forseti Úkraínu í þarlendum gamanþáttum, sigraði fyrstu umferð forsetakosninganna sem fóru fram 31. mars síðastliðinn. Selenskíj hlaut rúm 30% atkvæða og tryggði sig þar með inn í seinni umferð kosninganna þar sem hann mætir sitjandi forseta, Petró Pórósjenkó, sem fékk næst flest atkvæði í fyrri umferðinni. Í kjölfar úrslitanna skoraði Selenskíj á Pórósjenko að mæta sér í kappræðum í beinni útsendingu. Talið var í fyrstu að um grín væri að ræða en Selenskíj birti í vikunni myndband þar sem hann stendur við áskorunina og skýtur á Pórósjenkó fyrir að hafa hafnað áskorun Juliu Tymosjenkó um kappræður fyrir kosningarnar 2014.Pórósjenkó kom á óvart og samþykkti áskorunina Skilmálar Selenskíj fyrir kappræðurnar voru að þær yrðu haldnar í beinni útsendingu á öllum sjónvarpsstöðvum Úkraínu, færu fram á Ólympíuleikvanginum, sem tekur 70 þúsund manns í sæti, og að frambjóðendurnir tveir þyrftu að gangast undir áfengis- og lyfjapróf áður en þær færu fram til þess að sýna fram á að þeir væru hvorki alkóhólistar né eiturlyfjafíklar. Talið var að Pórósjenkó myndi virða áskorunina að vettugi en allt kom fyrir ekki, Pórósjenkó samþykkti að mæta Selenskíj og sagði kappræður ekki vera neitt grín. Pórósjenkó gekkst því undir lyfjapróf í dag og sýndi frá því í beinni útsendingu á Facebook-síðu sinni. Pórósjenkó hvatti Selenskíj til að taka prófin með sér en Selenskíj kaus heldur að gera það einn. „Ég gekkst undir blóðprufuna, það var tekið mikið af mínu unga blóði úr æðum mínum,“ sagði Selenskíj eftir prófið og skaut þar á aldur mótframbjóðanda síns. Seinni umferð forsetakosninganna í Úkraínu fer fram 21. Apríl næstkomandi. Úkraína Tengdar fréttir Gamanleikari og forseti berjast um æðsta embætti Úkraínu Gamanleikari með enga pólitíska reynslu leiðir í forsetakosningunum í Úkraínu en fyrri umferð þeirra fór fram um helgina. 1. apríl 2019 07:40 Grínistinn efstur í Úkraínu Útgönguspár bentu til þess að grínistinn Volodymyr Zelenskiy hefði fengið flest atkvæði í fyrri umferð úkraínsku forsetakosninganna sem fram fór í gær. 1. apríl 2019 07:00 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu slasaðir eftir drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Sjá meira
Forseti Úkraínu, Petró Pórósjenkó varð við kröfu mótframbjóðanda síns, Vólódímírs Selenskíj, um að gangast undir áfengis- og lyfjapróf fyrir kappræður forsetaframbjóðendanna tveggja sem munu fara fram á Ólympíuleikvanginum í Kænugarði. CNN greinir frá. Selenskíj, sem er leikari og hefur enga reynslu af pólitík nema frá hlutverki sínu sem forseti Úkraínu í þarlendum gamanþáttum, sigraði fyrstu umferð forsetakosninganna sem fóru fram 31. mars síðastliðinn. Selenskíj hlaut rúm 30% atkvæða og tryggði sig þar með inn í seinni umferð kosninganna þar sem hann mætir sitjandi forseta, Petró Pórósjenkó, sem fékk næst flest atkvæði í fyrri umferðinni. Í kjölfar úrslitanna skoraði Selenskíj á Pórósjenko að mæta sér í kappræðum í beinni útsendingu. Talið var í fyrstu að um grín væri að ræða en Selenskíj birti í vikunni myndband þar sem hann stendur við áskorunina og skýtur á Pórósjenkó fyrir að hafa hafnað áskorun Juliu Tymosjenkó um kappræður fyrir kosningarnar 2014.Pórósjenkó kom á óvart og samþykkti áskorunina Skilmálar Selenskíj fyrir kappræðurnar voru að þær yrðu haldnar í beinni útsendingu á öllum sjónvarpsstöðvum Úkraínu, færu fram á Ólympíuleikvanginum, sem tekur 70 þúsund manns í sæti, og að frambjóðendurnir tveir þyrftu að gangast undir áfengis- og lyfjapróf áður en þær færu fram til þess að sýna fram á að þeir væru hvorki alkóhólistar né eiturlyfjafíklar. Talið var að Pórósjenkó myndi virða áskorunina að vettugi en allt kom fyrir ekki, Pórósjenkó samþykkti að mæta Selenskíj og sagði kappræður ekki vera neitt grín. Pórósjenkó gekkst því undir lyfjapróf í dag og sýndi frá því í beinni útsendingu á Facebook-síðu sinni. Pórósjenkó hvatti Selenskíj til að taka prófin með sér en Selenskíj kaus heldur að gera það einn. „Ég gekkst undir blóðprufuna, það var tekið mikið af mínu unga blóði úr æðum mínum,“ sagði Selenskíj eftir prófið og skaut þar á aldur mótframbjóðanda síns. Seinni umferð forsetakosninganna í Úkraínu fer fram 21. Apríl næstkomandi.
Úkraína Tengdar fréttir Gamanleikari og forseti berjast um æðsta embætti Úkraínu Gamanleikari með enga pólitíska reynslu leiðir í forsetakosningunum í Úkraínu en fyrri umferð þeirra fór fram um helgina. 1. apríl 2019 07:40 Grínistinn efstur í Úkraínu Útgönguspár bentu til þess að grínistinn Volodymyr Zelenskiy hefði fengið flest atkvæði í fyrri umferð úkraínsku forsetakosninganna sem fram fór í gær. 1. apríl 2019 07:00 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu slasaðir eftir drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Sjá meira
Gamanleikari og forseti berjast um æðsta embætti Úkraínu Gamanleikari með enga pólitíska reynslu leiðir í forsetakosningunum í Úkraínu en fyrri umferð þeirra fór fram um helgina. 1. apríl 2019 07:40
Grínistinn efstur í Úkraínu Útgönguspár bentu til þess að grínistinn Volodymyr Zelenskiy hefði fengið flest atkvæði í fyrri umferð úkraínsku forsetakosninganna sem fram fór í gær. 1. apríl 2019 07:00