Son skaut Tottenham í forystu gegn City

Anton Ingi Leifsson skrifar
Heung-Min Son tryggði Tottenham 1-0 sigur á Manchester City í fyrri leik ensku liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Það dró til tíðinda strax á þrettándu mínútu er Manchester City fékk vítaspyrnu eftir að dómari leiksins, Björn Kuipers, notaði VARsjánna til þess að kanna hvort boltinn hafi farið í hönd Danny Rose.

Það endaði með því að Hollendingurinn benti á punktinn. Sergio Aguero fór á punktinn og freistaði þess að koma boltanum framhjá Hugo Lloris en Frakkinn gerði sér lítið fyrir og varði frá Aguero.







Markalaust var í hálfleik en Tottenham varð fyrir áfalli á 58. mínútu er Harry Kane meiddist illa eftir tæklingu Fabian Delph. Kane haltraði strax til búningsherbergja og ekki leit þetta vel út.

Fyrsta og eina mark leiksins kom tólf mínútum fyrir leikslok. Eftir frábæra sendingu Christian Eriksen virtist Son vera missa boltann útaf. Hann náði að halda honum inn á, kom sér í skotfæri og skaut boltanum undir Ederson og í netið.

Hrikalega mikilvægt mark og lokatölur 1-0 sigur Tottenham í fyrri leiknum. Liðin mætast á nýjan leik næsta miðvikudag á Etihad.







Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira