Blæs til sóknar gegn kynferðisofbeldi á Evrópuráðsþingi og Bergþór á mælendaskrá Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. apríl 2019 15:39 Þórhildur mælir fyrir þingsályktun og tilmælum til meðlimaríkjanna á vorþingi Evrópuráðsþingsins í Strassborg um sexleytið að staðartíma í kvöld. Vísir/vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata og formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþings, er framsögumaður skýrslu um aðgerðir gegn kynferðisofbeldi-og áreitni á þjóðþingum. Þórhildur mælir fyrir þingsályktun og kemur fram með tilmæli til meðlimaríkjanna á vorþingi Evrópuráðsþingsins í Strassborg um sexleytið að staðartíma í kvöld. Verði tillaga Þórhildar Sunnu samþykkt er þeim tilmælum beint til aðildarríkjanna að setja á fót óháða nefnd eða stofnun sem hægt er að leita til verði starfsmaður viðkomandi þjóðþings fyrir kynferðislegu ofbeldi eða áreitni. Skýrsla Þórhildar byggir á rannsókn Evrópuráðsins og Alþjóðaþingmannasambandinu. „Niðurstaðan er sláandi,“ segir Þórhildur í samtali við fréttastofu. Rannsóknin byggir á viðtölum við 123 konur frá 45 Evrópulöndum en 85,2% þingkvenna sögðust hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi á meðan þær sátu á þingi. Tæp 47% kvenna sem voru spurðar höfðu orðið fyrir líflátshótunum og/eða hótunum um barsmíðar og 58% þeirra höfðu orðið fyrir árásum á netinu sem hafði kynferðislegan undirtón. Tæp 15 prósent kvennanna sögðust hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og 40,5% þeirra kváðust hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni á meðan þær voru við störf í þinginu. Í 69% tilfella voru karlkyns þingmenn að verki samkvæmt svörum kvennanna í rannsókninni. „Við leggjum mikla áherslu á að þetta séu sjálfstæð batterí óháð flokkadráttum - sem við þurfum að horfast í augu við að sé vandamál á Íslandi í dag til dæmis þegar við þurftum að eiga við Klaustursmálið,“ segir Þórhildur sem mælist til þess í Evrópuráðsþinginu að gerendur sæti ábyrgð. „Við leggjum áherslu á að það verði afleiðingar við svona hegðun; einhvers konar refsing í samræmi við alvarleika brotsins,“ segir Þórhildur en reglurnar gilda jafnt um þingmenn og starfsmenn þjóðþinganna. Þá leggur Þórhildur einnig til að öll þjóðþing landanna sem hafa aðild að Evrópuráðsþinginu framkvæmi sínar eigin rannsóknir á kynferðislegu ofbeldi og áreitni til að fá skýrari mynd af umfangi vandans.Bergþór Ólason heldur jómfrúarræðu sína á Evrópuráðsþinginu í kvöld.vísir/vilhelmBergþór Ólason á mælendaskrá Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, er einnig á vorþingi Evrópuráðsþingsins og mun halda jómfrúarræðu sína í kvöld. Hann er númer átta á mælendaskrá um skýrslu Þórhildar Sunnu um kynferðislegt ofbeldi og áreitni á þjóðþingum. Bergþór er fulltrúi Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins og segist í samtali við fréttastofu ætla að ræða nánar við fréttamann um inntak ræðunnar þegar hann hefur lokið við að flytja hana.Hér er hægt að fylgjast með vorþingi Evrópuráðsþingsins í beinu streymi. Alþingi Jafnréttismál Kynferðisofbeldi MeToo Miðflokkurinn Píratar Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata og formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþings, er framsögumaður skýrslu um aðgerðir gegn kynferðisofbeldi-og áreitni á þjóðþingum. Þórhildur mælir fyrir þingsályktun og kemur fram með tilmæli til meðlimaríkjanna á vorþingi Evrópuráðsþingsins í Strassborg um sexleytið að staðartíma í kvöld. Verði tillaga Þórhildar Sunnu samþykkt er þeim tilmælum beint til aðildarríkjanna að setja á fót óháða nefnd eða stofnun sem hægt er að leita til verði starfsmaður viðkomandi þjóðþings fyrir kynferðislegu ofbeldi eða áreitni. Skýrsla Þórhildar byggir á rannsókn Evrópuráðsins og Alþjóðaþingmannasambandinu. „Niðurstaðan er sláandi,“ segir Þórhildur í samtali við fréttastofu. Rannsóknin byggir á viðtölum við 123 konur frá 45 Evrópulöndum en 85,2% þingkvenna sögðust hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi á meðan þær sátu á þingi. Tæp 47% kvenna sem voru spurðar höfðu orðið fyrir líflátshótunum og/eða hótunum um barsmíðar og 58% þeirra höfðu orðið fyrir árásum á netinu sem hafði kynferðislegan undirtón. Tæp 15 prósent kvennanna sögðust hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og 40,5% þeirra kváðust hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni á meðan þær voru við störf í þinginu. Í 69% tilfella voru karlkyns þingmenn að verki samkvæmt svörum kvennanna í rannsókninni. „Við leggjum mikla áherslu á að þetta séu sjálfstæð batterí óháð flokkadráttum - sem við þurfum að horfast í augu við að sé vandamál á Íslandi í dag til dæmis þegar við þurftum að eiga við Klaustursmálið,“ segir Þórhildur sem mælist til þess í Evrópuráðsþinginu að gerendur sæti ábyrgð. „Við leggjum áherslu á að það verði afleiðingar við svona hegðun; einhvers konar refsing í samræmi við alvarleika brotsins,“ segir Þórhildur en reglurnar gilda jafnt um þingmenn og starfsmenn þjóðþinganna. Þá leggur Þórhildur einnig til að öll þjóðþing landanna sem hafa aðild að Evrópuráðsþinginu framkvæmi sínar eigin rannsóknir á kynferðislegu ofbeldi og áreitni til að fá skýrari mynd af umfangi vandans.Bergþór Ólason heldur jómfrúarræðu sína á Evrópuráðsþinginu í kvöld.vísir/vilhelmBergþór Ólason á mælendaskrá Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, er einnig á vorþingi Evrópuráðsþingsins og mun halda jómfrúarræðu sína í kvöld. Hann er númer átta á mælendaskrá um skýrslu Þórhildar Sunnu um kynferðislegt ofbeldi og áreitni á þjóðþingum. Bergþór er fulltrúi Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins og segist í samtali við fréttastofu ætla að ræða nánar við fréttamann um inntak ræðunnar þegar hann hefur lokið við að flytja hana.Hér er hægt að fylgjast með vorþingi Evrópuráðsþingsins í beinu streymi.
Alþingi Jafnréttismál Kynferðisofbeldi MeToo Miðflokkurinn Píratar Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira