Innlent

Hætta við að draga laun af starfsfólki sínu vegna verkfalla

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Reykjavík Natura er eitt af hótelum Icelandair Hotels. Forsvarsmenn hótelkeðjunnar hafa hætt við að draga laun frá starfsfólki sínu vegna verkfalla.
Reykjavík Natura er eitt af hótelum Icelandair Hotels. Forsvarsmenn hótelkeðjunnar hafa hætt við að draga laun frá starfsfólki sínu vegna verkfalla. Vísir/Vilhelm
Forsvarsmenn Icelandair Hotels hafa hætt við að draga laun af þeim starfsmönnum sem eru félagsmenn Eflingar og voru á frívakt á meðan á verkfallsaðgerðum stéttarfélagsins stóð þann 8. og 22. mars síðastliðinn.

Vísir greindi frá því í gær að Icelandair Hotels hefði dregið laun af starfsfólki þó það hefði ekki verið á vakt umrædda verkfallsdaga.

Mbl.is greinir frá því að Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, hefði komið þessari ákvörðun á framfæri við starfsfólk í tölvupósti í dag. 

Í tölvupóstinunm segist Magnea harma framgöngu forsvarsmanna Eflingar í fjölmiðlum.

„Enda er hún í þversögn við yfirlýstar sáttaumleitanir þeirra við þau fyrirtæki sem verkfallið náði til,“ segir í tölvupósti til starfsfólks Icelandair Hotels.

Magnea segir að forsvarsmenn Eflingar hefðu ekki leitað til sín til að leiðtrétta túlkun Icelandair Hotels á greiðslum félagsins til félagsmanna Eflingar.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í tilkynningu frá stéttarfélaginu í dag að Efling hefði gefið út ítarlegar skriflegar leiðbeiningar um rétt á greiðslum úr vinnudeilusjóðum.

Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, skrifar á Facebook-síðu sinni við deilingu á frétt mbl.is að Icelandair Hotels hafi af örlæti sínu ákveðið að „aflétta hóprefsingum gegn starfsfólki fyrir að fara í löglega boðaðar verkfallsaðgerðir.“

Hann segir framgöngu forsvarsmanna Icelandair Hotels gott dæmi um mikilvægi þess að fá sektarákvæði í lög.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×