Segir mögulegt fyrir hælisleitendur að vinna á meðan umsóknarferli stendur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. mars 2019 12:54 Hælisleitendur hafa undanfarið staðið fyrir mótmælum þar sem ein krafan er rétturinn til að vinna á þessum tíma. Sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun segir vel mögulegt fyrir hælisleitendur að vinna á meðan umsókn um alþjóðlega vernd er í ferli. Hælisleitendur hafa undanfarið staðið fyrir mótmælum þar sem ein krafan er rétturinn til að vinna á þessum tíma. Kröfur mótmælenda eru fimm: Ekki fleiri brottvísanir, efnismeðferð fyrir alla, jafn aðgangur að heilbrigðiskerfi, lokun búsetuúrræðis Útlendingastofnunar á Ásbrú og rétturinn til þess að vinna á meðan umsókn um alþjóðlega vernd stendur. Þorsteinn Gunnarsson, sviðstjóri hjá Útlendingastofnun segir ekki rétt að umsækjendur um alþjóðlega vernd megi ekki vinna á meðan umsókn þeirra er til meðferðar. „Samkvæmt lögum um útlendinga geta einstaklingar sem bíða eftir niðurstöðum í sínu máli fengið svokallað bráðabirgða dvalar- og atvinnuleyfi að tilteknum skilyrðum uppfylltum“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun. Skilyrðin eru meðal annars að mál umsækjanda sé ekki í Dyflinnarmeðferð. Þá er gerð krafa um að viðkomandi hafi lagt fram skilríki til að staðfesta auðkenni á sér. „Eftir níutíu daga er hægt að víkja frá þeim skilyrðum og þá getur viðkomandi fengið dvalar- og atvinnuleyfi.“ Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun sóttu 62 hælisleitendur um bráðabirgða atvinnuleyfi í fyrra þegar umsóknir um alþjóðlega vernd voru 800. 28 leyfi voru gefin út og sjö manns var synjað. Þá hafa sautján manns hafa sótt um slíkt leyfi í ár af rúmlega 220 manns sem hafa sótt um alþjóðlega vernd. Útlendingastofnun hefur gefið út átta leyfi í ár og synjað einum umsækjanda. Á þessum tölum má sjá að talsverður fjöldi umsókna endar hvorki með því að leyfið er veitt né með synjun. Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni er hætt við þær umsóknir eða þær lagðar uppi. „Allir þeir sem leita til okkar fá upplýsingar um þessa mögulega og eins ættu talsmenn þeirra hjá Rauða krossinum að þekkja til þeirra. En vissulega geta verið erfiðleikar fyrir þennan hóp að finna atvinnu. Það getur falist í því hvort menn séu komnir með kennitölu sem oft stendur í atvinnurekendum,“ segir Þorsteinn og bætir við að þeir sem fái útgefið bráðabirgðar atvinnuleyfi þurfi að verða sér úti um húsnæði. „Þá fellur niður framfærsla á vegum útlendingastofnunar. Þannig að þetta getur verið ýmsum erfiðleikum háð en þetta er vissulega vel mögulegt,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun Hælisleitendur Stjórnsýsla Vinnumarkaður Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kári var harðákveðinn að ætla ekki að hætta sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Sjá meira
Sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun segir vel mögulegt fyrir hælisleitendur að vinna á meðan umsókn um alþjóðlega vernd er í ferli. Hælisleitendur hafa undanfarið staðið fyrir mótmælum þar sem ein krafan er rétturinn til að vinna á þessum tíma. Kröfur mótmælenda eru fimm: Ekki fleiri brottvísanir, efnismeðferð fyrir alla, jafn aðgangur að heilbrigðiskerfi, lokun búsetuúrræðis Útlendingastofnunar á Ásbrú og rétturinn til þess að vinna á meðan umsókn um alþjóðlega vernd stendur. Þorsteinn Gunnarsson, sviðstjóri hjá Útlendingastofnun segir ekki rétt að umsækjendur um alþjóðlega vernd megi ekki vinna á meðan umsókn þeirra er til meðferðar. „Samkvæmt lögum um útlendinga geta einstaklingar sem bíða eftir niðurstöðum í sínu máli fengið svokallað bráðabirgða dvalar- og atvinnuleyfi að tilteknum skilyrðum uppfylltum“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun. Skilyrðin eru meðal annars að mál umsækjanda sé ekki í Dyflinnarmeðferð. Þá er gerð krafa um að viðkomandi hafi lagt fram skilríki til að staðfesta auðkenni á sér. „Eftir níutíu daga er hægt að víkja frá þeim skilyrðum og þá getur viðkomandi fengið dvalar- og atvinnuleyfi.“ Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun sóttu 62 hælisleitendur um bráðabirgða atvinnuleyfi í fyrra þegar umsóknir um alþjóðlega vernd voru 800. 28 leyfi voru gefin út og sjö manns var synjað. Þá hafa sautján manns hafa sótt um slíkt leyfi í ár af rúmlega 220 manns sem hafa sótt um alþjóðlega vernd. Útlendingastofnun hefur gefið út átta leyfi í ár og synjað einum umsækjanda. Á þessum tölum má sjá að talsverður fjöldi umsókna endar hvorki með því að leyfið er veitt né með synjun. Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni er hætt við þær umsóknir eða þær lagðar uppi. „Allir þeir sem leita til okkar fá upplýsingar um þessa mögulega og eins ættu talsmenn þeirra hjá Rauða krossinum að þekkja til þeirra. En vissulega geta verið erfiðleikar fyrir þennan hóp að finna atvinnu. Það getur falist í því hvort menn séu komnir með kennitölu sem oft stendur í atvinnurekendum,“ segir Þorsteinn og bætir við að þeir sem fái útgefið bráðabirgðar atvinnuleyfi þurfi að verða sér úti um húsnæði. „Þá fellur niður framfærsla á vegum útlendingastofnunar. Þannig að þetta getur verið ýmsum erfiðleikum háð en þetta er vissulega vel mögulegt,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun
Hælisleitendur Stjórnsýsla Vinnumarkaður Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kári var harðákveðinn að ætla ekki að hætta sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Sjá meira