Tveir Íslendingar fá heilablóðfall á dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. mars 2019 19:30 Um tveir Íslendingar fá heilablóðfall á hverjum degi en áhættu þættirnir geta verið of hár blóðþrýstingur, of hátt kólesteról, undirliggjandi æðasjúkdómar eða óregla á viðkomandi manneskju. Magnús Hlynur Hreiðarsson fór á fræðslufund um heilablóðfall. Heilaheill er í fundarherferð um landið þar sem fundargestum er sagt frá öllu sem við kemur heilablóðfalli. Einn slíkur fundur var haldin nýlega á Hótel Selfossi. Heilablóðfall verður þegar æð sem flytur súrefnis- og næringarríkt blóð til ákveðins svæði heilans stíflast eða springur. Um tveir Íslendingar fá að meðaltali heilablóðfall á dag en sú tala fer þó sífellt lækkandi. En hverjir eru helstu áhættuþættirnir? „Það getur verið of hár blóðþrýstingur, það getur verið of mikið kólesteról, það getur verið óregla á mannskapnum, það geta verið ýmsir aðrir undirliggjandi hlutir, t.d. æðasjúkdómar. Það þarf að láta lækni strax vita af öllum þessum þáttum til þess að hann geti fylgst með líkama hvers og eins“, segir Þórir Steingrímsson, formaður Heilaheilla.Þórir Steingrímsson, formaður Heilaheilla fór á kostum í erindi sínu á Selfossi um heilablóðfall og allt það helsta sem skiptir máli þegar um slíkt áfall er að ræða.Vísir/Magnús HlynurÞórir fékk heilablóðfall fyrir 14 árum, honum datt aldrei í hug að hann væri að fá slíkt áfall þrátt fyrir að nokkur einkenni gáfu til kynna að ekki væri allt með felldu. „Ég sagði við konuna mína áður en við fórum til læknis, eigum við að vera að gera vesen út af þessu, það er ekkert að mér, einhver flensa eða eitthvað jafnvægisleysi, skiptir engu máli en hún heimtaði það að ég færi til heimilislæknis“. Eftir heimsóknina til læknisins var Þórir sendur heim, lækninum þótti ekki ástæða til að gera neitt, en svo fékk hann slag morguninn eftir. En hverjar eru lífslíkur þeirra sem fá heilablóðfall? „Það eru margar tölur um það, það er talað um 12% af þeim sem fá heilablóðfall búi við varanlega örorku og eitthvað um 6% sem látast“, segir Þórir.Séra Baldur Kristjánsson fékk heilablóðfall fyrir sex árum.Vísir/Magnús HlynurSéra Baldur Kristjánsson, prestur í Þorlákshöfn fékk heilablóðfall fyrir sex árum. Því fylgdi málstol en hann hefur verið ótrúlega duglegur að ná málinu til baka. „Ég er enn þá að æfa mig þó sex ár séu liðin, þá er mér enn þá að fara fram að mínu viti. Ég hef stundað prestskap alla tíð, átti að vísu ósköp erfitt með að tala fyrst en með góðra manna hjálp þá gekk það“. Þá má geta þess að Heilaheill hefur komið uppi appi þar sem hægt er að fá upplýsingar um helstu einkenni heilablóðfalls og hringja þá beint í 112 sé grunur um slíkt.Mjög góð mæting var á fundinn á Selfossi.Vísir/Magnús Hlynur Árborg Heilbrigðismál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Um tveir Íslendingar fá heilablóðfall á hverjum degi en áhættu þættirnir geta verið of hár blóðþrýstingur, of hátt kólesteról, undirliggjandi æðasjúkdómar eða óregla á viðkomandi manneskju. Magnús Hlynur Hreiðarsson fór á fræðslufund um heilablóðfall. Heilaheill er í fundarherferð um landið þar sem fundargestum er sagt frá öllu sem við kemur heilablóðfalli. Einn slíkur fundur var haldin nýlega á Hótel Selfossi. Heilablóðfall verður þegar æð sem flytur súrefnis- og næringarríkt blóð til ákveðins svæði heilans stíflast eða springur. Um tveir Íslendingar fá að meðaltali heilablóðfall á dag en sú tala fer þó sífellt lækkandi. En hverjir eru helstu áhættuþættirnir? „Það getur verið of hár blóðþrýstingur, það getur verið of mikið kólesteról, það getur verið óregla á mannskapnum, það geta verið ýmsir aðrir undirliggjandi hlutir, t.d. æðasjúkdómar. Það þarf að láta lækni strax vita af öllum þessum þáttum til þess að hann geti fylgst með líkama hvers og eins“, segir Þórir Steingrímsson, formaður Heilaheilla.Þórir Steingrímsson, formaður Heilaheilla fór á kostum í erindi sínu á Selfossi um heilablóðfall og allt það helsta sem skiptir máli þegar um slíkt áfall er að ræða.Vísir/Magnús HlynurÞórir fékk heilablóðfall fyrir 14 árum, honum datt aldrei í hug að hann væri að fá slíkt áfall þrátt fyrir að nokkur einkenni gáfu til kynna að ekki væri allt með felldu. „Ég sagði við konuna mína áður en við fórum til læknis, eigum við að vera að gera vesen út af þessu, það er ekkert að mér, einhver flensa eða eitthvað jafnvægisleysi, skiptir engu máli en hún heimtaði það að ég færi til heimilislæknis“. Eftir heimsóknina til læknisins var Þórir sendur heim, lækninum þótti ekki ástæða til að gera neitt, en svo fékk hann slag morguninn eftir. En hverjar eru lífslíkur þeirra sem fá heilablóðfall? „Það eru margar tölur um það, það er talað um 12% af þeim sem fá heilablóðfall búi við varanlega örorku og eitthvað um 6% sem látast“, segir Þórir.Séra Baldur Kristjánsson fékk heilablóðfall fyrir sex árum.Vísir/Magnús HlynurSéra Baldur Kristjánsson, prestur í Þorlákshöfn fékk heilablóðfall fyrir sex árum. Því fylgdi málstol en hann hefur verið ótrúlega duglegur að ná málinu til baka. „Ég er enn þá að æfa mig þó sex ár séu liðin, þá er mér enn þá að fara fram að mínu viti. Ég hef stundað prestskap alla tíð, átti að vísu ósköp erfitt með að tala fyrst en með góðra manna hjálp þá gekk það“. Þá má geta þess að Heilaheill hefur komið uppi appi þar sem hægt er að fá upplýsingar um helstu einkenni heilablóðfalls og hringja þá beint í 112 sé grunur um slíkt.Mjög góð mæting var á fundinn á Selfossi.Vísir/Magnús Hlynur
Árborg Heilbrigðismál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira