Fótbolti

Aron Einar: Ég vil fara á HM í Katar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Peralada skrifar
Landsliðsfyriliðinn Aron Einar Gunnarsson verður þrítugur í næsta mánuði en hann hefur verið lykilmaður í liðinu í um áratug, þar af lengi vel sem fyrirliði. Aron Einar mun í sumar skipta um vettvang; fara frá Bretlandseyjum þar sem hann hefur verið í ellefu ár og ganga til liðs við Al Arabi í Katar.

En þrátt fyrir þessa stefnubreytingu á sínum félagsliðaferli sér Aron Einar ekki fyrir sér að hann muni slá af metnaði sínum fyrir íslenska landsliðinu.

„Ég er ekki á því,“ sagði Aron Einar spurður um hvort að undankeppni EM 2020, sem hefst í dag, sem og lokakeppnin sjálf verði síðasta ævintýri hans með landsliðinu.

„Mig langar á HM í Katar. Það er ætlunin. Ég hef ekkert pælt í því hvenær ég hætti eða verð ekki lengur valinn. Það kemur ekki til greina að hætta, ég vil bara ná í árangur núna og þegar það kemur að því að segja gott þá er það bara þannig.“

Ísland hefur leik í undankeppninni á morgun þegar liðið mætir Andorra ytra. Aron Einar, sem hefur verið fastamaður með Cardiff í ensku úrvalsdeildinni þegar hann hefur verið heill, verður væntanlega á sínum stað á miðju íslenska liðsins.

Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is.


Tengdar fréttir

Aron Einar: Vildi vinna aftur með Heimi

Aron Einar Gunnarsson vildi fá tækifæri til að prófa eitthvað nýtt eftir að hafa verið á Bretlandseyjum í ellefu ár. Hann er á leið til Katar í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×