Fótbolti

Ákvað snemma að Sara fengi frí

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kvennalandsliðið í fótbolta, sem mætir Suður Kóreu í tveimur vináttulandsleikjum ytra í næsta mánuði, er mikið breytt frá Algarve-mótinu í Portúgal. Lykilleikmenn verða fjarri góðu gamni.

Margrét Lára Viðarsdóttir, Sif Atladóttir, Dagný Brynjarsdóttir og fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir fara ekki með liðinu.

„Sara Björk er á lokakaflanum á sínu tímabili í Þýskalandi og þar er mikið leikjaálag. Markir úrslitaleikir og þetta er ákvörðun sem ég tók mjög snemma í ferlinu að hún fengi frí í þessu verkefni,“ sagði Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari.

Það vakti athygli að Fanndís Friðriksdóttir fór ekki með íslenska liðinu til Portúgal en hún er valin að þessu sinni.

„Það sem ég hef áhyggjur af varðandi Fanndísi er að hún er búin að vera núna síðustu tvö og hálft ár á samfelldu tímabili. Hugsunin varðandi það að hún fór ekki með til Algarve var að hún fengi smá hlé.“

„Ég vona bara að hún komi ferskari inn í þetta verkefni.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×