Fótbolti

Kom inn á í sínum fyrsta landsleik og tryggði Íslandi sigur á Ítalíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Byrjunarlið Íslands.
Byrjunarlið Íslands. Mynd/KSÍ
Stelpurnar í íslenska sautján ára landsliðinu í fótbolta byrja vel í milliriðli undankeppni EM 2019 en þær unnu í dag heimastúlkur í ítalska landsliðinu. Leikurinn fór fram í bænum San Giuliano Terme á Ítalíu.

Íslenska liðið vann leikinn 2-1 en sigurmarkið skoraði Stjörnustelpan Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir á 88. mínútu.

Hildigunnur Ýr hafði komið inn á sem varamaður fjórtán mínútum fyrr. Hún var þarna að spila sinn fyrsta opinbera landsleik á ferlinum og það er nú ekki slæmt að skora sigurmark á móti Ítalíu í fyrsta leik.

Íslensku stelpurnar komust líka í 1-0 í leiknum en fengu góða aðstoð við það þegar hin ítalska BeatriceBeretta skoraði í eigið mark eftir stoðsendingu frá Maríu Catharinu Ólafsdóttur Gros.

Ísland komst yfir á 42. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Ítalir jöfnuðu með marki MicheluGiordano á 52. mínútu og staðan var 1-1 í meira en hálftíma.

Ísland mætir næst Danmörku og fer sá leikur fram á sunnudaginn og hefst kl. 10:00 að íslenskum tíma.

Byrjunarlið Íslands í leiknum:

Cecilía Rán Rúnarsdóttir (Markvörður)

Hafrún Rakel Halldórsdóttir

Andrea Marý Sigurjónsdóttir

Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir

Kristjana R. Kristjánsd. Sigurz

Arna Eiríksdóttir (Fyrirliði)

Ída Marín Hermannsdóttir

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir

(67., Bryndís Arna Níelsdóttir)

Clara Sigurðardóttir

(86., Andrea Rut Bjarnadóttir)

Þórhildur Þórhallsdóttir

(74., Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir)

María CatharinaÓlafsd. Gros




Fleiri fréttir

Sjá meira


×