Segir hræðslu hjá ÖBÍ við breytt kerfi Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 21. mars 2019 12:19 Öryrkjabandalag Íslands hefur ákveðið að skrifa ekki undir skýrslu samráðshóps Félagsmálaráðuneytisins um breytt framfærslukerfi almannatrygginga. Öryrkjabandalagið telur að þær úrbætur sem samráðshópurinn hefur lagt til séu ekki nógu góðar og sé mannsæmandi afkoma ekki tryggð. Lagt er til í skýrslunni að króna-á-móti-krónu skerðingin verði lögð niður en einnig verði komið á svokölluðu starfsgetumati og kerfisbreytingum á almannatryggingalögum verði komið á. Nefndin gerir ráð fyrir að upp verði tekið svokallað starfsgetumat í stað örorkumats, sem gefa á öryrkjum og þeim með skerta starfgetu kost á sveigjanlegri störfum Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, situr í nefndinni og sagði í viðtali í Bítinu í morgun að þetta kerfi ýtti undir jákvæðni. Hann segir einnig að hræðsla sé hjá Öryrkjabandalaginu fyrir kerfinu vegna mistaka sem hafa orðið hjá öðrum ríkjum með sambærilegt kerfi, en nefndin hafi lært af mistökum þeirra og sveigi fram hjá þeim Lögð var fram bókun af hálfu nefndarinnar í desember þar sem lagt var til að króna-á-móti-krónu yrði aflögð. ÖBÍ segir að afnám krónu-á-móti-krónu sé ein af þeim úrbótum sem hægt sé að framkvæma strax, sé viljinn fyrir hendi, en að samtökin leggist gegn þeim breytingum sem stjórnvöld leggi til að verði gerðar samhliða afnáms krónu-á-móti-krónu Alþýðusamband Íslands hefur tekið undir með sjónarmiðum ÖBÍ og hyggst ekki skrifa undir skýrsluna. Þar bendir forseti ASÍ á að hvorki opinber né almennur vinnumarkaður bjóði upp á störf með lágu starfhlutfalli. Ásmundur sagði í viðtalinu í morgun að samráðshópurinn vonaðist til að atvinnulífið tæki vel á móti bókuninni, þannig að ekki þyrfti að setja á sérstök lög sem segðu til um að fyrirtæki þyrftu að ráða ákveðinn fjölda fatlaðra einstaklinga í vinnu Úttekt var gerð af Analytica fyrir samráðshópinn þar sem komist var að því að framlag öryrkja inná vinnumarkaði gæti skilað 8-28 milljörðum, eftir því hvernig atvinnulífið tæki á móti þeim Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði í viðtali í Bítinu í morgun að skerðingar til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur lagt til muni skerða jöfnunarhlutverk sveitafélaga verulega og nefnir hann að í suðurkjördæmi muni 30 milljónir hverfa úr málefnum fatlaðra sem og 500 milljónir úr jöfnunarhlutverkinu. Því blasi við að þjónusta við öryrkja verði skert. Félagsmál Bítið Tengdar fréttir Ætla ekki að skrifa undir Hvorki Öryrkjabandalagið né Alþýðusambandið ætla að skrifa undir skýrslu samráðshóps um breytt framfærslukerfi almannatrygginga. 21. mars 2019 06:15 Hvorki græðgi né frekja að vilja lifa af á launum sínum Í ræðunni sinni varpaði Þuríður Harpa ljósi á þá alvarlegu stöðu sem fátækt fólk og öryrkjar búa við á Íslandi og sagði að frá þeirra sjónarhorni væri ísland svo sannarlega ekki land tækifæranna og velsældar. Fátækt sé þjóðarskömm í ríku landi. 23. febrúar 2019 14:58 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun tilkynnir starfsmann til lögreglu en endurskoðar ekki ákvarðanir Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki Sjá meira
Öryrkjabandalag Íslands hefur ákveðið að skrifa ekki undir skýrslu samráðshóps Félagsmálaráðuneytisins um breytt framfærslukerfi almannatrygginga. Öryrkjabandalagið telur að þær úrbætur sem samráðshópurinn hefur lagt til séu ekki nógu góðar og sé mannsæmandi afkoma ekki tryggð. Lagt er til í skýrslunni að króna-á-móti-krónu skerðingin verði lögð niður en einnig verði komið á svokölluðu starfsgetumati og kerfisbreytingum á almannatryggingalögum verði komið á. Nefndin gerir ráð fyrir að upp verði tekið svokallað starfsgetumat í stað örorkumats, sem gefa á öryrkjum og þeim með skerta starfgetu kost á sveigjanlegri störfum Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, situr í nefndinni og sagði í viðtali í Bítinu í morgun að þetta kerfi ýtti undir jákvæðni. Hann segir einnig að hræðsla sé hjá Öryrkjabandalaginu fyrir kerfinu vegna mistaka sem hafa orðið hjá öðrum ríkjum með sambærilegt kerfi, en nefndin hafi lært af mistökum þeirra og sveigi fram hjá þeim Lögð var fram bókun af hálfu nefndarinnar í desember þar sem lagt var til að króna-á-móti-krónu yrði aflögð. ÖBÍ segir að afnám krónu-á-móti-krónu sé ein af þeim úrbótum sem hægt sé að framkvæma strax, sé viljinn fyrir hendi, en að samtökin leggist gegn þeim breytingum sem stjórnvöld leggi til að verði gerðar samhliða afnáms krónu-á-móti-krónu Alþýðusamband Íslands hefur tekið undir með sjónarmiðum ÖBÍ og hyggst ekki skrifa undir skýrsluna. Þar bendir forseti ASÍ á að hvorki opinber né almennur vinnumarkaður bjóði upp á störf með lágu starfhlutfalli. Ásmundur sagði í viðtalinu í morgun að samráðshópurinn vonaðist til að atvinnulífið tæki vel á móti bókuninni, þannig að ekki þyrfti að setja á sérstök lög sem segðu til um að fyrirtæki þyrftu að ráða ákveðinn fjölda fatlaðra einstaklinga í vinnu Úttekt var gerð af Analytica fyrir samráðshópinn þar sem komist var að því að framlag öryrkja inná vinnumarkaði gæti skilað 8-28 milljörðum, eftir því hvernig atvinnulífið tæki á móti þeim Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði í viðtali í Bítinu í morgun að skerðingar til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur lagt til muni skerða jöfnunarhlutverk sveitafélaga verulega og nefnir hann að í suðurkjördæmi muni 30 milljónir hverfa úr málefnum fatlaðra sem og 500 milljónir úr jöfnunarhlutverkinu. Því blasi við að þjónusta við öryrkja verði skert.
Félagsmál Bítið Tengdar fréttir Ætla ekki að skrifa undir Hvorki Öryrkjabandalagið né Alþýðusambandið ætla að skrifa undir skýrslu samráðshóps um breytt framfærslukerfi almannatrygginga. 21. mars 2019 06:15 Hvorki græðgi né frekja að vilja lifa af á launum sínum Í ræðunni sinni varpaði Þuríður Harpa ljósi á þá alvarlegu stöðu sem fátækt fólk og öryrkjar búa við á Íslandi og sagði að frá þeirra sjónarhorni væri ísland svo sannarlega ekki land tækifæranna og velsældar. Fátækt sé þjóðarskömm í ríku landi. 23. febrúar 2019 14:58 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun tilkynnir starfsmann til lögreglu en endurskoðar ekki ákvarðanir Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki Sjá meira
Ætla ekki að skrifa undir Hvorki Öryrkjabandalagið né Alþýðusambandið ætla að skrifa undir skýrslu samráðshóps um breytt framfærslukerfi almannatrygginga. 21. mars 2019 06:15
Hvorki græðgi né frekja að vilja lifa af á launum sínum Í ræðunni sinni varpaði Þuríður Harpa ljósi á þá alvarlegu stöðu sem fátækt fólk og öryrkjar búa við á Íslandi og sagði að frá þeirra sjónarhorni væri ísland svo sannarlega ekki land tækifæranna og velsældar. Fátækt sé þjóðarskömm í ríku landi. 23. febrúar 2019 14:58