Hvorki græðgi né frekja að vilja lifa af á launum sínum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. febrúar 2019 14:58 Í ræðunni sinni varpaði Þuríður Harpa ljósi á þá alvarlegu stöðu sem fátækt fólk og öryrkjar búa við á Íslandi og sagði að frá þeirra sjónarhorni væri ísland svo sannarlega ekki land tækifæranna og velsældar. Fátækt sé þjóðarskömm í ríku landi. Ingimar Karl „Okkur er alvarlega misboðið, misboðið sú ömurlega og ómanneskjulega staða að fólk eigi ekki fyrir nauðsynjum, að framfærsla lágtekjufólks dugi ekki nema fram í miðjan mánuð og hjá sumum skemur! Okkur er misboðin sú grafalvarlega staða að öryrkjar og fátækt fólk betli í dag á götum úti fyrir mat. Að fólk hefur ekki þak yfir höfuðið og endar í krumlum smálánafyrirtækja.“ Þetta sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, í mikilli eldræðu sem hún hélt á Austurvelli dag þar sem fjöldi fólks kom saman Hungurgöngunni. Í ræðunni sinni varpaði Þuríður Harpa ljósi á þá alvarlegu stöðu sem fátækt fólk og öryrkjar búa við á Íslandi og sagði að frá þeirra sjónarhorni væri ísland svo sannarlega ekki land tækifæranna og velsældar. Fátækt sé þjóðarskömm í ríku landi. Þuríður hafnar þeirri orðræðu sem hefur verið viðhöfð í tengslum við yfirstandandi kjaraviðræður að ef þeir tekjulægstu fái leiðréttingu fari allt samfélagið á hliðina. Hún segir að það sé hvorki frekja né græðgi að vilja fá að lifa af á laununum sínum. Það sé sanngjörn og eðlileg krafa. Þuríður segir að fátækt fólk hafi beðið í langan tíma eftir leiðréttingu. „Við höfum sýnt skilning á því að þjóðarbúið þurfi að rétta við eftir hrun – eftir að hinir ofurríki og skynsömu settu Ísland nánast á hausinn með yfirgengilegri græðgi.“ Fyrir gjörðir þessa einstaklinga hafi almenningur þurft að borga ýmist með heimilum sínum eða heilsu sinni. „Það hefur verið logið að þjóðinni, logið að fátæku fólki sem enn á að þreyta sína hungurgöngu með eilífa von í brjósti. Fátæku fólki sem enn er gert að bíða eftir réttlæti.“Þuríður Harpa, formaður ÖBÍ, og Halldór Sævar Guðbergsson, varaformaður ÖBÍ.Ingimar KarlÍ ræðunni sinni varpaði Þuríður Harpa ljósi á þá alvarlegu stöðu sem fátækt fólk og öryrkjar búa við á Íslandi og sagði að frá þeirra sjónarhorni væri ísland svo sannarlega ekki land tækifæranna og velsældar. Fátækt sé þjóðarskömm í ríku landi.Ingimar Karl Kjaramál Tengdar fréttir Hungurgangan fer fram í dag Mótmælt verður við Austurvöll klukkan 14 í dag. 23. febrúar 2019 12:30 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
„Okkur er alvarlega misboðið, misboðið sú ömurlega og ómanneskjulega staða að fólk eigi ekki fyrir nauðsynjum, að framfærsla lágtekjufólks dugi ekki nema fram í miðjan mánuð og hjá sumum skemur! Okkur er misboðin sú grafalvarlega staða að öryrkjar og fátækt fólk betli í dag á götum úti fyrir mat. Að fólk hefur ekki þak yfir höfuðið og endar í krumlum smálánafyrirtækja.“ Þetta sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, í mikilli eldræðu sem hún hélt á Austurvelli dag þar sem fjöldi fólks kom saman Hungurgöngunni. Í ræðunni sinni varpaði Þuríður Harpa ljósi á þá alvarlegu stöðu sem fátækt fólk og öryrkjar búa við á Íslandi og sagði að frá þeirra sjónarhorni væri ísland svo sannarlega ekki land tækifæranna og velsældar. Fátækt sé þjóðarskömm í ríku landi. Þuríður hafnar þeirri orðræðu sem hefur verið viðhöfð í tengslum við yfirstandandi kjaraviðræður að ef þeir tekjulægstu fái leiðréttingu fari allt samfélagið á hliðina. Hún segir að það sé hvorki frekja né græðgi að vilja fá að lifa af á laununum sínum. Það sé sanngjörn og eðlileg krafa. Þuríður segir að fátækt fólk hafi beðið í langan tíma eftir leiðréttingu. „Við höfum sýnt skilning á því að þjóðarbúið þurfi að rétta við eftir hrun – eftir að hinir ofurríki og skynsömu settu Ísland nánast á hausinn með yfirgengilegri græðgi.“ Fyrir gjörðir þessa einstaklinga hafi almenningur þurft að borga ýmist með heimilum sínum eða heilsu sinni. „Það hefur verið logið að þjóðinni, logið að fátæku fólki sem enn á að þreyta sína hungurgöngu með eilífa von í brjósti. Fátæku fólki sem enn er gert að bíða eftir réttlæti.“Þuríður Harpa, formaður ÖBÍ, og Halldór Sævar Guðbergsson, varaformaður ÖBÍ.Ingimar KarlÍ ræðunni sinni varpaði Þuríður Harpa ljósi á þá alvarlegu stöðu sem fátækt fólk og öryrkjar búa við á Íslandi og sagði að frá þeirra sjónarhorni væri ísland svo sannarlega ekki land tækifæranna og velsældar. Fátækt sé þjóðarskömm í ríku landi.Ingimar Karl
Kjaramál Tengdar fréttir Hungurgangan fer fram í dag Mótmælt verður við Austurvöll klukkan 14 í dag. 23. febrúar 2019 12:30 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira