Frumvarp um örugg neyslurými sprautufíkla verður líklega að lögum Heimir Már Pétursson skrifar 21. mars 2019 19:45 Neytendur ólöglegra fíkniefna í æð geta gert það í öruggu neyslurými undir eftirliti heilbrigðisstarfsmanna nái frumvarp heilbrigðisráðherra fram að ganga. Þingmenn voru almennt jákvæðir gagnvart frumvarpinu þegar ráðherra mælti fyrir því á Alþingi í dag. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mælti fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um ávana- og fíkniefni á Alþingi í dag sem felur í sér að heimilt verði að stofna og reka neyslurými að undangenginni heimild frá Landlækni. „Neyslurými er skilgreint í þessu frumvarpi sem lagalega verndað umhverfi þar sem einstaklingar átján ára og eldri geta neytt ávana- og fíkniefna í æð undir eftirliti heilbrigðisstarfsmanna. Þar sem gætt er fyllsta hreinlætis, öryggis og sýkingarvarna,” sagði Svandís.Starfrækt víða um Evrópu Neyslurými sem þessi hafa verið starfrækt víða í Evrópu og í Bandaríkjunum og Kanada og hafa þau gefist vel. Dregið úr götuglæpum og dauðsföll vegna ofnotkunar hafa minnkað mikið eða horfið. En heilbrigðisráðherra segir eitt markmiða frumvarpsins einmitt vera að draga úr þeim skaða sem neysla þessarra efna hefur á neytendurna sjálfa og umhverfi þeirra. Um 450 einstaklingar hafi nýtt sér þjónustu Frú Ragnheiðar á hverju ári og þörfin fyrir þjónustuna fari vaxandi en þar geta fíklar ekki neytt efnanna. „Þá hef ég ákveðið nú þegar að veita 50 milljónum króna styrk til stofnunar og reksturs neyslurýmis á grundvelli þessara laga þar sem þörfin er talin hvað brýnust,” tilkynnti heilbrigðisráðherra. Allir þeir þingmenn sem tóku til máls í umræðunni lýstu stuðningi sínum við málið en spurðu meðal annars út í samstarf við lögregluna við framkvæmdina. Píratar fagna þessu skrefi en vilja ganga lengra enda hefði stefnan í málaflokknum lítið breyst frá árinu 1974.Halldóra ánægð Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, sagði til að mynda að neytendum ætti að vera heimilt að hafa á sér tiltekið magn neysluskammta. „Ég vil svo hvetja ráðherra og ríkisstjórnina alla til frekari dáða í því að stíga hér áfram braut skaðaminnkunar og afglæpavæðingar. Ef markmiðið er að byggja hér upp samfélag sem byggir á samkennd og umhyggju fyrir náunganum er nauðsynlegt að halda áfram á þessari braut,” sagði Halldóra. Ruth Dreifuss, fyrrverandi forseti og innanríkisráðherra Sviss, ræddi fíkniefnastríðið við Heimi Má Pétursson fréttamann í Íslandi í dag hinn 21. maí 2015 en hún var þá stödd hér á landi í boði Snarrótarinnar, samtaka um borgaraleg réttindi. Dreifuss situr ásamt rúmlega tuttugu fyrrverandi þjóðarleiðtogum í hugveitunni Global Commission on Drug Policy sem þrýstir á heimsbyggðina um að breyta stefnunni í fíkniefnamálum. Heilbrigðismál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Sjá meira
Neytendur ólöglegra fíkniefna í æð geta gert það í öruggu neyslurými undir eftirliti heilbrigðisstarfsmanna nái frumvarp heilbrigðisráðherra fram að ganga. Þingmenn voru almennt jákvæðir gagnvart frumvarpinu þegar ráðherra mælti fyrir því á Alþingi í dag. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mælti fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um ávana- og fíkniefni á Alþingi í dag sem felur í sér að heimilt verði að stofna og reka neyslurými að undangenginni heimild frá Landlækni. „Neyslurými er skilgreint í þessu frumvarpi sem lagalega verndað umhverfi þar sem einstaklingar átján ára og eldri geta neytt ávana- og fíkniefna í æð undir eftirliti heilbrigðisstarfsmanna. Þar sem gætt er fyllsta hreinlætis, öryggis og sýkingarvarna,” sagði Svandís.Starfrækt víða um Evrópu Neyslurými sem þessi hafa verið starfrækt víða í Evrópu og í Bandaríkjunum og Kanada og hafa þau gefist vel. Dregið úr götuglæpum og dauðsföll vegna ofnotkunar hafa minnkað mikið eða horfið. En heilbrigðisráðherra segir eitt markmiða frumvarpsins einmitt vera að draga úr þeim skaða sem neysla þessarra efna hefur á neytendurna sjálfa og umhverfi þeirra. Um 450 einstaklingar hafi nýtt sér þjónustu Frú Ragnheiðar á hverju ári og þörfin fyrir þjónustuna fari vaxandi en þar geta fíklar ekki neytt efnanna. „Þá hef ég ákveðið nú þegar að veita 50 milljónum króna styrk til stofnunar og reksturs neyslurýmis á grundvelli þessara laga þar sem þörfin er talin hvað brýnust,” tilkynnti heilbrigðisráðherra. Allir þeir þingmenn sem tóku til máls í umræðunni lýstu stuðningi sínum við málið en spurðu meðal annars út í samstarf við lögregluna við framkvæmdina. Píratar fagna þessu skrefi en vilja ganga lengra enda hefði stefnan í málaflokknum lítið breyst frá árinu 1974.Halldóra ánægð Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, sagði til að mynda að neytendum ætti að vera heimilt að hafa á sér tiltekið magn neysluskammta. „Ég vil svo hvetja ráðherra og ríkisstjórnina alla til frekari dáða í því að stíga hér áfram braut skaðaminnkunar og afglæpavæðingar. Ef markmiðið er að byggja hér upp samfélag sem byggir á samkennd og umhyggju fyrir náunganum er nauðsynlegt að halda áfram á þessari braut,” sagði Halldóra. Ruth Dreifuss, fyrrverandi forseti og innanríkisráðherra Sviss, ræddi fíkniefnastríðið við Heimi Má Pétursson fréttamann í Íslandi í dag hinn 21. maí 2015 en hún var þá stödd hér á landi í boði Snarrótarinnar, samtaka um borgaraleg réttindi. Dreifuss situr ásamt rúmlega tuttugu fyrrverandi þjóðarleiðtogum í hugveitunni Global Commission on Drug Policy sem þrýstir á heimsbyggðina um að breyta stefnunni í fíkniefnamálum.
Heilbrigðismál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Sjá meira