Heyrði kallað „Mayday“ í annað sinn á þrjátíu ára ferli Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 21. mars 2019 21:45 Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar. Skjáskot/Stöð 2 Í annað sinn á þrjátíu ára starfsferli heyrði framkvæmdastjóri aðgerðarsviðs Landhelgisgæslunnar kallað „Mayday“ í stjórnstöðinni. Mikill viðbúnaður var þegar togbáturinn Dagur SK varð vélarvana fimm sjómílur vestur af Hafnarfirði í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar var á sveimi yfir skipinu en björgunarsveitinni barst tilkynning rétt fyrir klukkan 14 í dag eftir að leki kom upp í skipi þar sem fimm manns voru um borð. Landhelgisgæslan boðaði strax út þyrlu, sjóbjörgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, sem og varðbátinn Baldur sem staddur var á Stakksfirði, björgunarbáta af varðskipinu Þór sem statt var í Helguvík, og nærliggjandi skip og báta. Fimmtán mínútum síðar tilkynnti áhöfn togskipsins að þeir hefðu náð stjórn á lekanum. Viðbragði var þó haldið áfram og meðal annars farið með öflugar sjódælur áleiðis til skipsins. „Þegar kallað er Mayday þá þýðir það neyð og þá þýðir ekkert annað en að setja allt á fullt. Það var gert í þessu tilviki. Smám saman fór áhöfnin að ná stjórn á lekanum og um hálftíma síðar var ljóst að þeir höfðu komist fyrir lekann og voru byrjaðir að dæla sjó úr vélarrúminu. Þá var smám saman dregið úr útkallinu,“ segir Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar. Dráttarbáturinn Hamar frá Hafnarfirði dró svo bátinn til hafnar og komu þeir í land á fimmta tímanum. Öllum skipverjum heilsast vel. „Ég er búin að vera starfandi hjá Landhelgisgæslunni í yfir þrjátíu ár. Þetta er í annað skiptið á mínu ferli sem ég heyri kallað „Mayday“. Við erum mjög sáttir við það vegna þess að þetta er alþjóðlegt uppkall þegar um neyð er að ræða. Þetta gerði það að verkum að allt fór á fullt hér til að byrja með. Það er svo alltaf hægt að draga úr útkallinu eftir því sem hlutirnir skána,“ segir Ásgrímur. Björgunarsveitir Hafnarfjörður Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Mikill viðbúnaður eftir að leki kom að togbáti Fimm manns um borð í skipinu. 21. mars 2019 14:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Í annað sinn á þrjátíu ára starfsferli heyrði framkvæmdastjóri aðgerðarsviðs Landhelgisgæslunnar kallað „Mayday“ í stjórnstöðinni. Mikill viðbúnaður var þegar togbáturinn Dagur SK varð vélarvana fimm sjómílur vestur af Hafnarfirði í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar var á sveimi yfir skipinu en björgunarsveitinni barst tilkynning rétt fyrir klukkan 14 í dag eftir að leki kom upp í skipi þar sem fimm manns voru um borð. Landhelgisgæslan boðaði strax út þyrlu, sjóbjörgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, sem og varðbátinn Baldur sem staddur var á Stakksfirði, björgunarbáta af varðskipinu Þór sem statt var í Helguvík, og nærliggjandi skip og báta. Fimmtán mínútum síðar tilkynnti áhöfn togskipsins að þeir hefðu náð stjórn á lekanum. Viðbragði var þó haldið áfram og meðal annars farið með öflugar sjódælur áleiðis til skipsins. „Þegar kallað er Mayday þá þýðir það neyð og þá þýðir ekkert annað en að setja allt á fullt. Það var gert í þessu tilviki. Smám saman fór áhöfnin að ná stjórn á lekanum og um hálftíma síðar var ljóst að þeir höfðu komist fyrir lekann og voru byrjaðir að dæla sjó úr vélarrúminu. Þá var smám saman dregið úr útkallinu,“ segir Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar. Dráttarbáturinn Hamar frá Hafnarfirði dró svo bátinn til hafnar og komu þeir í land á fimmta tímanum. Öllum skipverjum heilsast vel. „Ég er búin að vera starfandi hjá Landhelgisgæslunni í yfir þrjátíu ár. Þetta er í annað skiptið á mínu ferli sem ég heyri kallað „Mayday“. Við erum mjög sáttir við það vegna þess að þetta er alþjóðlegt uppkall þegar um neyð er að ræða. Þetta gerði það að verkum að allt fór á fullt hér til að byrja með. Það er svo alltaf hægt að draga úr útkallinu eftir því sem hlutirnir skána,“ segir Ásgrímur.
Björgunarsveitir Hafnarfjörður Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Mikill viðbúnaður eftir að leki kom að togbáti Fimm manns um borð í skipinu. 21. mars 2019 14:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira