Fótbolti

Undirbýr sig fyrir næsta starf

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mourinho var rekinn frá Manchester United eftir tap fyrir Liverpool á Anfield í desember síðastliðnum.
Mourinho var rekinn frá Manchester United eftir tap fyrir Liverpool á Anfield í desember síðastliðnum. vísir/getty
José Mourinho er ekki hættur í þjálfun og vonast til að taka við liði í sumar. Portúgalinn hefur verið án starfs síðan hann var rekinn frá Manchester United í desember.

„Ég myndi vilja snúa aftur í júní og taka við liði fyrir undirbúningstímabilið,“ sagði Mourinho í viðtali við BeIn Sports. „Ég veit nákvæmlega hvað ég vil varðandi starfið. Ég er að undirbúa mig fyrir næstu áskorun á ferlinum.“

Mourinho segist hafa hafnað 3-4 atvinnutilboðum á undanförnum mánuðum. Hann útilokar að taka við landsliði en hann hefur verið orðaður við Katar sem heldur HM 2022.

„Ég er hrifnari af starfi hjá félagsliði, að vinna með leikmönnum á hverjum degi og keppa á mörgum vígstöðvum. Ég vil halda áfram að þjálfa félagslið,“ sagði Mourinho.

Síðan Portúgalinn var rekinn frá United hefur hann unnið fyrir rússnesku sjónvarpsstöðina RT þar sem hann er m.a. með þátt um Meistaradeild Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×