Kraft biðst afsökunar eftir ákæru vegna vændiskaupa Samúel Karl Ólason skrifar 23. mars 2019 20:51 Robert Kraft, eigandi New England Patriots. AP/Charlie Neibergall Robert Kraft, eigandi New England Patriots, hefur beðist afsökunar eftir að hann var kærður fyrir meint vændiskaup á nuddstofu í Flórída. Í fyrstu yfirlýsingu sinni eftir að hann var kærður segist hann vita að hann hafi sært fjölskyldumeðlimi sína, vini, samstarfsmenn, aðdáendur Patriots og aðra og hann hafi valdið þeim vonbrigðum. Kraft, sem er 77 ára gamall, sagðist bera gífurlega virðingu fyrir konum og að siðferði hans hafi mótast af eiginkonu hans sem lést árið 2011. „Allt mitt líf hef ég reynt að breyta rétta. Það síðasta sem ég vildi gert hafa er að vanvirða aðra mannveru,“ hefur AP fréttaveitan eftir Kraft. Þá sagðist hann vonast til þess að vinna sér inn traust og virðingu á nýjan leik.Kraft var ákærður í síðasta mánuði fyrir að hafa keypt vændi tvisvar sinnum. Hann neitar sök. Hann og aðrir sakborningar (um300) í umfangsmiklu vændismáli lögreglunnar í Flórída, berjast nú gegn því að myndbönd, sem lögreglan segir að sýni sakborninga stunda kynlíf með vændiskonum og mögulegum fórnarlömbum mansals, verði gerð opinber. Nokkrir fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa tekið höndum saman til að reyna að koma höndum yfir sönnunargögn í málinu. Dómsskjöl segja lögregluþjóna hafa tekið vændiskaup Kraft upp á falda myndavél þann 19. janúar og þann 20. janúar. Saksóknarar hafa boðist til þess að fella ákærurnar niður ef mennirnir samþykkja að sitja námskeið um hættur vændis og mansals, sinna samfélagsþjónustu og greiða sekt. Samkomulagið fæli einnig í sér viðurkenningu á sekt þeirra. Þar að auki þyrftu þeir að mæta fyrir dómara og gangast próf vegna kynsjúkdóma. Lögreglan hefur lokað tíu nuddstofum í Palm Beach og Orlando. AP segir margar af konunum sem þar unnu vera frá Kína og þær hafi verið þvingaðar til að búa á nuddstofunum og þær hafi ekki fengið að fara út án þess að vera fylgt eftir. Bandaríkin NFL Tengdar fréttir Eigandi Patriots þvertekur fyrir að hafa keypt vændi Kraft mun hafa verið tvisvar sinnum kvikmyndaður við kynmök á nuddstofu í Flórída, með földum myndavélum lögreglu. 23. febrúar 2019 09:49 Stofnandi nuddstofunnar þar sem Kraft var gómaður horfði á Superbowl með Trump Konan sem stofnaði nuddstofuna þar sem Robert Kraft, eigandi New England Patriots, er sakaður um að hafa keypt sér vændi, fagnaði Superbowl-sigri Patriots með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og vini Kraft. 8. mars 2019 15:30 Ekki einu sinni laserljós dugði til þess að stöðva Brady | Myndband NFL er nú að rannsaka hegðun stuðningsmanna Kansas City Chiefs um síðustu helgi því laserljósi var ítrekað beint að Tom Brady, leikstjórnanda Patriots, í leiknum. 24. janúar 2019 11:30 Kraft fór á vændishúsið sama dag og Patriots lék gegn Kansas City Hinn 77 ára gamli Robert Kraft, eigandi NFL-meistara New England Patriots, hefur verið kærður fyrir að kaupa sér vændisþjónustu í tvígang í Flórída. 26. febrúar 2019 12:30 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira
Robert Kraft, eigandi New England Patriots, hefur beðist afsökunar eftir að hann var kærður fyrir meint vændiskaup á nuddstofu í Flórída. Í fyrstu yfirlýsingu sinni eftir að hann var kærður segist hann vita að hann hafi sært fjölskyldumeðlimi sína, vini, samstarfsmenn, aðdáendur Patriots og aðra og hann hafi valdið þeim vonbrigðum. Kraft, sem er 77 ára gamall, sagðist bera gífurlega virðingu fyrir konum og að siðferði hans hafi mótast af eiginkonu hans sem lést árið 2011. „Allt mitt líf hef ég reynt að breyta rétta. Það síðasta sem ég vildi gert hafa er að vanvirða aðra mannveru,“ hefur AP fréttaveitan eftir Kraft. Þá sagðist hann vonast til þess að vinna sér inn traust og virðingu á nýjan leik.Kraft var ákærður í síðasta mánuði fyrir að hafa keypt vændi tvisvar sinnum. Hann neitar sök. Hann og aðrir sakborningar (um300) í umfangsmiklu vændismáli lögreglunnar í Flórída, berjast nú gegn því að myndbönd, sem lögreglan segir að sýni sakborninga stunda kynlíf með vændiskonum og mögulegum fórnarlömbum mansals, verði gerð opinber. Nokkrir fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa tekið höndum saman til að reyna að koma höndum yfir sönnunargögn í málinu. Dómsskjöl segja lögregluþjóna hafa tekið vændiskaup Kraft upp á falda myndavél þann 19. janúar og þann 20. janúar. Saksóknarar hafa boðist til þess að fella ákærurnar niður ef mennirnir samþykkja að sitja námskeið um hættur vændis og mansals, sinna samfélagsþjónustu og greiða sekt. Samkomulagið fæli einnig í sér viðurkenningu á sekt þeirra. Þar að auki þyrftu þeir að mæta fyrir dómara og gangast próf vegna kynsjúkdóma. Lögreglan hefur lokað tíu nuddstofum í Palm Beach og Orlando. AP segir margar af konunum sem þar unnu vera frá Kína og þær hafi verið þvingaðar til að búa á nuddstofunum og þær hafi ekki fengið að fara út án þess að vera fylgt eftir.
Bandaríkin NFL Tengdar fréttir Eigandi Patriots þvertekur fyrir að hafa keypt vændi Kraft mun hafa verið tvisvar sinnum kvikmyndaður við kynmök á nuddstofu í Flórída, með földum myndavélum lögreglu. 23. febrúar 2019 09:49 Stofnandi nuddstofunnar þar sem Kraft var gómaður horfði á Superbowl með Trump Konan sem stofnaði nuddstofuna þar sem Robert Kraft, eigandi New England Patriots, er sakaður um að hafa keypt sér vændi, fagnaði Superbowl-sigri Patriots með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og vini Kraft. 8. mars 2019 15:30 Ekki einu sinni laserljós dugði til þess að stöðva Brady | Myndband NFL er nú að rannsaka hegðun stuðningsmanna Kansas City Chiefs um síðustu helgi því laserljósi var ítrekað beint að Tom Brady, leikstjórnanda Patriots, í leiknum. 24. janúar 2019 11:30 Kraft fór á vændishúsið sama dag og Patriots lék gegn Kansas City Hinn 77 ára gamli Robert Kraft, eigandi NFL-meistara New England Patriots, hefur verið kærður fyrir að kaupa sér vændisþjónustu í tvígang í Flórída. 26. febrúar 2019 12:30 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira
Eigandi Patriots þvertekur fyrir að hafa keypt vændi Kraft mun hafa verið tvisvar sinnum kvikmyndaður við kynmök á nuddstofu í Flórída, með földum myndavélum lögreglu. 23. febrúar 2019 09:49
Stofnandi nuddstofunnar þar sem Kraft var gómaður horfði á Superbowl með Trump Konan sem stofnaði nuddstofuna þar sem Robert Kraft, eigandi New England Patriots, er sakaður um að hafa keypt sér vændi, fagnaði Superbowl-sigri Patriots með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og vini Kraft. 8. mars 2019 15:30
Ekki einu sinni laserljós dugði til þess að stöðva Brady | Myndband NFL er nú að rannsaka hegðun stuðningsmanna Kansas City Chiefs um síðustu helgi því laserljósi var ítrekað beint að Tom Brady, leikstjórnanda Patriots, í leiknum. 24. janúar 2019 11:30
Kraft fór á vændishúsið sama dag og Patriots lék gegn Kansas City Hinn 77 ára gamli Robert Kraft, eigandi NFL-meistara New England Patriots, hefur verið kærður fyrir að kaupa sér vændisþjónustu í tvígang í Flórída. 26. febrúar 2019 12:30