Fótbolti

Nike átti stóran hlut í að de Jong valdi Barcelona

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
De Jong spilar í Nike með hollenska landsliðinu
De Jong spilar í Nike með hollenska landsliðinu vísir/getty
Íþróttavöruframleiðandinn Nike átti stóran þátt í því að Frenkie de Jong fór til Barcelona en ekki Paris Saint-Germain.

Samkvæmt heimildum ESPN mun Nike, sem er styrktaraðili Barcelona og de Jong, greiða stóran hluta af launum leikmannsins.

De Jong fer til Barcelona frá Ajax í sumar en hann samdi við spænska félagið í febrúar mánuði. Barcelona mun borga 75 milljónir evra fyrir leikmanninn.

Kaupverðið kemur allt frá Barcelona en Nike mun greiða „mikilvæga upphæð“ til Barcelona fyrir laun leikmannsins,.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×