Fótbolti

Tap fyrir Dönum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslenska liðið stillir sér upp fyrir leikinn í dag.
Íslenska liðið stillir sér upp fyrir leikinn í dag. mynd/ksí
Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 17 ára og yngri tapaði 0-2 fyrir Danmörku í öðrum leik sínum í milliriðli undankeppni EM í dag. Leikið var á Ítalíu.

Ísland vann Ítalíu, 2-1, í fyrsta leik sínum í milliriðlinum. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir skoraði sigurmarkið tveimur mínútum fyrir leikslok.

Danir komust yfir á 35. mínútu í leiknum í dag. Þeir bættu öðru marki við á 67. mínútu.

Á miðvikudaginn mætir Ísland Slóveníu í þriðja og síðasta leik sínum í milliriðlinum.

Íslenska liðið er í 2. sæti riðilsins með þrjú stig, einu stigi á eftir því danska.

Byrjunarlið Íslands:

Cecilía Rán Rúnarsdóttir (M)

Hafrún Rakel Halldórsdóttir

Andrea Marý SIgurjónsdóttir

Elín Helena Karlsdóttir

Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir

Ragna Guðrún Guðmundsdóttir

Ída Marín Hermannsdóttir

Clara Sigurðardóttir (F)

María Catharina Ólafsd. Gros

Þórhildur Þórhallsdóttir

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×