Innlent

Forðaði árekstri með því að keyra út af

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Brunavarnir Árnessýslu sinna aðgerðum á vettvangi ásamt lögreglu og fulltrúum frá Skeljungi.
Brunavarnir Árnessýslu sinna aðgerðum á vettvangi ásamt lögreglu og fulltrúum frá Skeljungi. Bjarki Jón
Vegurinn um Hellisheiði er enn lokaður á meðan unnið er að því að fjarlægja olíuflutningabíl frá Skeljungi sem fór út af veginum um klukkan níu í morgun. Ætla má að vegurinn verði opnaður aftur fljótlega en Vegagerðin bendiir vegfarendum á að fara um Þrengslin á með heiðin er lokuð. Engan sakaði og ekki hefur lekið olía frá bílnum en aðgerðir standa yfir á vettvangi að sögn Péturs Péturssonar, slökkviliðsstjóra Brunavarna Árnessýslu.

Sjá einnig: Hellisheiðin lokuð

„Þetta er á einbreiðum stað rétt fyrir ofan skíðaskálabrekkuna og það er opið þarna á milli, það er hægt að keyra upp á heiðina lengra þar sem að Orkuveitan er, og þar kemur bíll og ekur í veg fyrir olíuflutningabílinn og til þess að forða árekstri þá varð hann að keyra útar,“ sagði Pétur í samtali við fréttastofu skömmu fyrir hádegi í dag.

„En það vildi nú þannig að hann hélt stjórn á bílnum og hann er á hjólunum, fór ekki á hliðina. Það er bara unnið að því núna að dæla eldsneyti á milli yfir á annan bíl og ekki alveg vitað hvað það tekur langan tíma,“ segir Pétur.

Olíunni var dælt yfir í annan olíuflutningabíl.Bjarki Jón

Tengdar fréttir

Hellisheiðin lokuð

Verið er að loka veginum yfir Hellisheiði meðan bíll er fjarlægður af svæðinu.

Olíuflutningabíll fór út af á Hellisheiði

Olíuflutningabíll fór út af á Hellisheiði rétt fyrir klukkan níu í morgun. Engin slys urðu á fólki né leki frá bílnum en um borð eru 40.000 lítrar af olíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×