Lars tók norsku pressuna til bæna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. mars 2019 14:45 Lars var ekki par sáttur við umfjöllun norskra fjölmiðla um leik Norðmanna og Spánverja. vísir/getty Lars Lagerbäck lét norska fjölmiðla heyra það á blaðamannafundi í dag. Noregur tapaði 2-1 fyrir Spáni í undankeppni EM 2020 í gær og norska pressan gaf frammistöðu liðsins ekki háa einkunn. Håvard Nordtveit, leikmaður Fulham, fékk ekki góða umsögn og þá var Lars gagnrýndur fyrir að skipta Martin Odegaard snemma af velli. „Með fullri virðingu fyrir ykkar starfi höfum við aðra sýn á fótbolta. Håvard lék einn sinn besta landsleik en gerði ein mistök og þá er hann allt í einu ekki álitinn nógu góður til að spila með landsliðinu. Mitt hlutverk er að byggja leikmenn upp á meðan ykkar hlutverk er kannski að rífa þá niður,“ sagði Lars. Svíinn bætti því við að hann hefði ekki lagt það í vana sinn að lesa umfjöllun fjölmiðla um leiki sinna liða. Hann hafi hins vegar breytt út af vananum í gær og furðaði sig á umfjölluninni um leikinn gegn Spáni. Lars sagðist hafa góða reynslu af íslenskum fjölmiðlum og sagði þá starfa öðruvísi en fjölmiðlar í öðrum löndum þar sem hann hefur starfað. „Íslenskir fjölmiðlar eru frábrugðnir öðrum. Norskir fjölmiðlar vinna eins og fjölmiðlar í Svíþjóð og Nígeríu. Þar var pressan mikil. Íslenskir fjölmiðlar hugsa um fótbolta og reyna að skilja hann út frá sjónarhorni þjálfaranna. Eflaust gerið þið það einnig en ykkar vinnuveitendur vilja kannski öðruvísi umfjöllun,“ sagði Lars. Noregur mætir Svíþjóð í öðrum leik sínum í undankeppni EM á þriðjudaginn. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Vítaspyrna Ramos tryggði sigur á Norðmönnum Sergio Ramos tryggði Spánverjum sigur á lærisveinum Lars Lagerback í norska landsliðinu í fyrsta leik liðanna í undankeppni EM 2020. 23. mars 2019 21:45 Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira
Lars Lagerbäck lét norska fjölmiðla heyra það á blaðamannafundi í dag. Noregur tapaði 2-1 fyrir Spáni í undankeppni EM 2020 í gær og norska pressan gaf frammistöðu liðsins ekki háa einkunn. Håvard Nordtveit, leikmaður Fulham, fékk ekki góða umsögn og þá var Lars gagnrýndur fyrir að skipta Martin Odegaard snemma af velli. „Með fullri virðingu fyrir ykkar starfi höfum við aðra sýn á fótbolta. Håvard lék einn sinn besta landsleik en gerði ein mistök og þá er hann allt í einu ekki álitinn nógu góður til að spila með landsliðinu. Mitt hlutverk er að byggja leikmenn upp á meðan ykkar hlutverk er kannski að rífa þá niður,“ sagði Lars. Svíinn bætti því við að hann hefði ekki lagt það í vana sinn að lesa umfjöllun fjölmiðla um leiki sinna liða. Hann hafi hins vegar breytt út af vananum í gær og furðaði sig á umfjölluninni um leikinn gegn Spáni. Lars sagðist hafa góða reynslu af íslenskum fjölmiðlum og sagði þá starfa öðruvísi en fjölmiðlar í öðrum löndum þar sem hann hefur starfað. „Íslenskir fjölmiðlar eru frábrugðnir öðrum. Norskir fjölmiðlar vinna eins og fjölmiðlar í Svíþjóð og Nígeríu. Þar var pressan mikil. Íslenskir fjölmiðlar hugsa um fótbolta og reyna að skilja hann út frá sjónarhorni þjálfaranna. Eflaust gerið þið það einnig en ykkar vinnuveitendur vilja kannski öðruvísi umfjöllun,“ sagði Lars. Noregur mætir Svíþjóð í öðrum leik sínum í undankeppni EM á þriðjudaginn.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Vítaspyrna Ramos tryggði sigur á Norðmönnum Sergio Ramos tryggði Spánverjum sigur á lærisveinum Lars Lagerback í norska landsliðinu í fyrsta leik liðanna í undankeppni EM 2020. 23. mars 2019 21:45 Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira
Vítaspyrna Ramos tryggði sigur á Norðmönnum Sergio Ramos tryggði Spánverjum sigur á lærisveinum Lars Lagerback í norska landsliðinu í fyrsta leik liðanna í undankeppni EM 2020. 23. mars 2019 21:45