Fótbolti

Andstæðingurinn bjargaði Schär frá köfnun

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Schär liggur meðvitundarlaus á vellinum
Schär liggur meðvitundarlaus á vellinum vísir/epa
Fabian Schär getur þakkað andstæðingi sínum inni á fótboltavellinum fyrir það að ekki fór verr þegar hann varð meðvitundarlaus á vellinum í gær.

Landslið Sviss og Georgíu áttust við í undankeppni EM 2020 í Tíblisi í gær. Snemma leiks skullu Schär og Jemal Tabidze saman með þeim afleiðingum að Schär lá meðvitundarlaus.

Tunga hans féll aftur í háls en Georgíumaðurinn Jano Ananidze var fljótur að bregðast við og losa tunguna. Schär fékk svo meðhöndlun hjá svissneska læknateyminu og gat haldið áfram leik.

„Þetta lítur rosalega illa út og ég man ekki eftir neinu,“ sagði Schär við fjölmiðla í Sviss.

„Ég var úti í nokkrar sekúndur og það suðar enn í hausnum á mér. Mér er illt í hálsinum og með marblett á enninu, en það var þess virði,“ sagði varnarmaðurinn en hann átti þátt í uppbyggingu beggja marka Sviss í seinni hálfleiknum.

Sviss vann leikinn 2-0.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×