Innlent

Jeppafólk í vandræðum við Skjaldbreið

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Sjö björgunarsveitarjeppar voru sendir á jökulinn nú í morgun, þó enginn frá Kópavogi eins og þessi mynd, sem er úr safni, gæti gefið til kynna.
Sjö björgunarsveitarjeppar voru sendir á jökulinn nú í morgun, þó enginn frá Kópavogi eins og þessi mynd, sem er úr safni, gæti gefið til kynna. Vísir/vilhelm
Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar til leitar að fólki á Langjökli nú í morgun. Tilkynningin er sögð hafa borist frá áhyggjufullum aðstandendum fólksins, sem talið er ferðast á þremur jeppum.

Í skeyti Landsbjargar segir að sjö jeppar hafi verið sendir á Langjökul eftir tveimur leiðum. Fljótlega hafi hins vegar tekist að staðsetja fólkið skammt frá Þórisjökli, sunnan Langjökuls.

„Um hálfáttaleytið sá björgunarsveitarfólk til jeppanna og eru þau staðsett töluvert sunnan Langjökuls, rétt norðan við Skjaldbreið,“ segir í skeytinu og bætt við að björgunarsveitarfólk sé því rétt ókomið til fólksins. Ekki er talið að neitt ami að því, líklega sé aðeins um bilun að ræða eða þá að þau hafi fest jeppa sína.

Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Neskaupstað var auk þess kallað út vegna vélarvana báts um miðnætti. Skjótt hafi hins vegar komið í ljós að báturinn væri þó ekki vélarvana, heldur aðeins að „hluta rafmagnslaus,“ meðal annars án siglingatækja. Hafi bátnum því verið fylgt örygga leið til hafnar í Neskaupsstað, þangað sem komið var á öðrum tímanum í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×