Fótbolti

74 stuðningsmenn Íslands fá hlýjar kveðjur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í París skrifar
Kveðjan góða til stuðningsmanna Íslands.
Kveðjan góða til stuðningsmanna Íslands. Vísir/E. Stefán
Það verður fámennt á meðal Íslendinga í stúkunni þegar okkar menn mæta Frökkum í undankeppni EM 2020 í kvöld. Að sögn fulltrúa UEFA hafa aðeins 74 stuðningsmenn íslenska liðsins keypt sér miða á leikinn.

Reiknað er með 65 þúsund manns á völlinn í kvöld og verður því ekki uppselt en leikvangurinn tekur um 80 þúsund manns í sæti. Að sögn þeirra sem þekkja til og Vísír ræddi við í gær er erfitt að fá Parísarbúa á völlinn á mánudagskvöldum, sem sé helsta ástæða þess að ekki tókst að fylla völlinn hjá heimsmeisturunum.

En þeir Íslendingar sem koma á völlinn í kvöld munu fá hlýjar mótttökur. Franska knattspyrnusambandið mun koma kveðju á framfæri til þeirra á auglýsingaskiltum sem var sýnd þegar íslenska liðið æfði á leikvanginum í gær.

„Við fögnum landsliðinu“ og „og stuðningsmönnum sínum“ stóð á skiltinu og þrátt fyrir óheppilega þýðingu kemst merkingin vel til skila.

Uppfært kl. 15:40: Samkvæmt upplýsingum frá KSÍ verða um 250 Íslendingar á leiknum, eins og lesa má nánar um hér.

Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is.


Tengdar fréttir

Hamren: Við höfum allt að vinna

Gegn Andorra hafði íslenska landsliðið öllu að tapa en annað er uppi á teningnum í kvöld að sögn landsliðsþjálfarans Erik Hamren.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×