Innlent

Vandræði WOW air í heimspressunni

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Miðlarnir The Sun, Independent, Mirror og Business Traveller hafa allir fjallað um slæma stöðu WOW air í dag en félagið hefur þurft að aflýsa flugum til og frá London.
Miðlarnir The Sun, Independent, Mirror og Business Traveller hafa allir fjallað um slæma stöðu WOW air í dag en félagið hefur þurft að aflýsa flugum til og frá London.
Fjallað hefur verið um stöðuna hjá WOW air í erlendum fjölmiðlum í dag en Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri félagsins, reynir nú allt til þess að bjarga því frá gjaldþroti eftir að viðræðum við Icelandair um mögulega aðkomu að rekstri WOW var slitið um miðjan dag í gær.

Miðlarnir The Sun, Independent, Mirror og Business Traveller hafa allir fjallað um slæma stöðu WOW air í dag en félagið hefur þurft að aflýsa flugi til og frá London.

Mirror segir að ferðaáætlanir fjölda Breta hafi farið í uppnám vegna þessa og þá segir The Sun að margir farþegar séu verulega ósáttir við stöðuna. Margir þeirra hafa haft samband við WOW air í gegnum Twitter til þess að reyna að fá svör við því hvenær þeir komist á áfangastað.

Þá hafa fjölmiðlar greint frá því að tvær vélar félagsins hafi verið kyrrsettar erlendis vegna stöðunnar en það hefur ekki fengið staðfest hjá forsvarsmönnum WOW air sem hafa lítið sem ekkert viljað tjáð sig um málið.

Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, sagði í svari til fréttastofu í dag að félagið ynni nú náið með kröfuhöfum og leigusölum. Þá væru öll flug félagsins á áætlun á morgun.




Tengdar fréttir

Síminn ekki stoppað vegna WOW

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir í samtali við Vísi að félagsmennirnir velti stöðu sinni fyrir sér ef allt fer á versta veg með WOW air og hvað gerist fyrir bókanir sem þeir hafa greitt fyrir.

Skúli þarf fimm milljarða til að halda flugi

Forsvarsmenn WOW leggja til fækkun í vélaflota og að skuldum verði breytt í hlutafé svo hægt sé að halda rekstri áfram. Starfsmenn flugfélagsins viðra hugmyndir um að leggja brot launa í hlutafé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×