Síminn ekki stoppað vegna WOW Birgir Olgeirsson skrifar 25. mars 2019 15:07 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Vísir Síminn hefur ekki stoppað hjá Neytendasamtökunum vegna félagsmanna sem hafa áhyggjur af stöðu sinni vegna WOW air. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir í samtali við Vísi að félagsmennirnir velti stöðu sinni fyrir sér ef allt fer á versta veg með WOW air og hvað gerist fyrir bókanir sem þeir hafa greitt fyrir. Hafi fólk greitt fyrir flugmiðana með kreditkortum eru allar líkur á endurgreiðslu frá kortafyrirtækjunum þegar og ef ferð fellur niður. Breki segir að ef fólk hefur greitt með peningum, en debetkortafærslur falla undir þann flokk, eða gjafabréfum sé staðan önnur og væntanlega erfiðara að innheimta það. Þeir sem hafa greitt með peningum eða gjafabréfum þurfa væntanlega að lýsa kröfum á félagið en ef það fer í þrot þarf að lýsa kröfum í þrotabú þess. Hann bendir einnig á að óvissuþátturinn sé slæmur fyrir þá sem hafa keypt miða hjá WOW. Það sé jafnvel búið að fá frí frá vinnu og panta sér hótelgistingu. Breki bendir á að hjá hótelunum séu ýmsar reglur sem gilda ef ekki er hægt að nýta gistingu sem hefur verið bókuð. Hjá þeim hótelum sem bjóða upp á ódýra hótelgistingu er í mörgum tilfellum litlu hægt að breyta en hjá þeim þarf að greiða hærra verð fyrir er oft möguleiki á endurgreiðslu eða breytingu á dagsetningu. „Það eru ansi margar hliðar á þessum málum og af þessu hefur fólk eðlilega áhyggjur,“ segir Breki. Fréttir af flugi Neytendur WOW Air Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Sjá meira
Síminn hefur ekki stoppað hjá Neytendasamtökunum vegna félagsmanna sem hafa áhyggjur af stöðu sinni vegna WOW air. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir í samtali við Vísi að félagsmennirnir velti stöðu sinni fyrir sér ef allt fer á versta veg með WOW air og hvað gerist fyrir bókanir sem þeir hafa greitt fyrir. Hafi fólk greitt fyrir flugmiðana með kreditkortum eru allar líkur á endurgreiðslu frá kortafyrirtækjunum þegar og ef ferð fellur niður. Breki segir að ef fólk hefur greitt með peningum, en debetkortafærslur falla undir þann flokk, eða gjafabréfum sé staðan önnur og væntanlega erfiðara að innheimta það. Þeir sem hafa greitt með peningum eða gjafabréfum þurfa væntanlega að lýsa kröfum á félagið en ef það fer í þrot þarf að lýsa kröfum í þrotabú þess. Hann bendir einnig á að óvissuþátturinn sé slæmur fyrir þá sem hafa keypt miða hjá WOW. Það sé jafnvel búið að fá frí frá vinnu og panta sér hótelgistingu. Breki bendir á að hjá hótelunum séu ýmsar reglur sem gilda ef ekki er hægt að nýta gistingu sem hefur verið bókuð. Hjá þeim hótelum sem bjóða upp á ódýra hótelgistingu er í mörgum tilfellum litlu hægt að breyta en hjá þeim þarf að greiða hærra verð fyrir er oft möguleiki á endurgreiðslu eða breytingu á dagsetningu. „Það eru ansi margar hliðar á þessum málum og af þessu hefur fólk eðlilega áhyggjur,“ segir Breki.
Fréttir af flugi Neytendur WOW Air Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Sjá meira