Fótbolti

Fyrsti sigur Arnars og Eiðs kom í Katar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Eiður og Arnar er þeir voru tilkynntir sem þjálfarar liðsins í haust.
Eiður og Arnar er þeir voru tilkynntir sem þjálfarar liðsins í haust. vísir/vilhelm
Íslenska U21 árs landsliðið vann í dag 3-0 sigur á Katar í æfingarleik liðanna en þetta var annar landsleikur Arnars Þórs Viðarssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen með liðið.

Ísland gerði 1-1 jafntefli við Tékkland á Spáni á dögunum í fyrsta leik Arnars og Eiðs en strax eftir leikinn hélt liðið til Katar þar sem spilað var í hitanum í dag. Margir leikmenn fengu að spreyta sig.

Það var FH-ingurinn Jónatan Ingi Jónsson sem kom Íslandi yfir á 39. mínútu en annað markið skoraði sonur annars þjálfarans, Sveinn Aron Guðjohnsen. Það mark kom á 62. mínútu, tveimur mínútum eftir að hann hafði komið inn á sem varamaður.

Ísland komst í 3-0 ellefu mínútum fyrir leikslok en markið skoraði Jón Dagur Þorsteinsson. Hann hafði einnig komið inn á sem varamaður skömmu áður. Lokatölur 3-0.

Undankeppnin fyrir EM-U21 sem fer fram árið 2021 hefst í haust en Ísland er í riðli með Írlandi, Ítalíu, Svíþjóð, Armeníu og Lúxemborg en fyrsti leikurinn er spilaður við Lúxemborg 6. september.

Byrjunarlið Íslands í dag:

Elías Rafn Ólafsson

Kolbeinn Birgir Finnsson

Alfons Sampsted

Hjalti Sigurðsson

Torfi Tímoteus Gunnarsson

Jónatan Ingi Jónsson

Daníel Hafsteinsson

Stefán Teitur Þórðarson

Mikael Neville Anderson

Brynjólfur Darri Willumsson

Ari Leifsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×