Fótbolti

Byrjunarlið Íslands: Fimm manna varnarlína gegn heimsmeisturunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Byrjunarliðið úr leiknum gegn Andorra.
Byrjunarliðið úr leiknum gegn Andorra. vísir/getty
Ísland mun þétta raðirnar er liðið mætir Frakklandi síðar í kvöld en gefið hefur verið út hvaða ellefu leikmenn koma til þess að byrja leikinn fyrir Íslands hönd.

Sverrir Ingi Ingason kemur inn í liðið á kostnað Jóhanns Bergs Guðmundssonar sem er farinn aftur til Englands meiddur. Fer Sverrir í hjarta varnarinnar með Kára og Ragnari.

Hörður Björgvin Magnússon kemur einnig inn í liðið en hann mun taka stöðu vinstri bakvarðar. Ari Frer Skúlason fær sér sæti á bekknum sem og þeir Alfreð Finnbogason og Arnór Sigurðsson.

Albert Guðmundsson kemur inn í liðið sem og Rúnar Már Sigurjónsson en reikna má með að Ísland spili kerfið 5-3-2 með þá Gylfa og Albert saman í fremstu víglínu.

Fylgst verður með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi auk þess sem leiknum verður gerð ítarleg skil síðar í kvöld.







Byrjunarlið Íslands (5-3-2):

Hannes Þór Halldórsson

Birkir Már Sævarsson

Ragnar Sigurðsson

Kári Árnason

Sverrir Ingi Ingason

Hörður Björgvin Magnússon

Rúnar Már Sigurjónsson

Aron Einar Gunnarsson

Birkir Bjarnason

Albert Guðmundsson

Gylfi Þór Sigurðsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×