Erfitt að manna teymi í barnageðlækningum Sveinn Arnarsson skrifar 27. mars 2019 06:30 Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Fréttablaðið/Auðunn Barna- og unglingageðteymi Sjúkrahússins á Akureyri, SAk, er afar illa mannað en 12. apríl hættir eini sálfræðingurinn í teyminu störfum á sjúkrahúsinu. Þá eru aðeins eftir einn iðjuþjálfi og geðlæknir í hálfri stöðu sem starfar frá Reykjavík. Auglýst var eftir sálfræðingi á síðasta ári og sótti einn um stöðuna en hætti við. Þá voru tveir sálfræðingar starfandi við teymið. Annar þeirra hætti síðastliðið haust og hinn mun hætta um miðjan apríl að óbreyttu. Alice Harpa Björgvinsdóttir, framkvæmdastjóri lyflækningasviðs Sjúkrahússins á Akureyri, segir mönnunina ekki eins og best verður á kosið og það geti gengið erfiðlega að sinna skyldum gagnvart upptökusvæði stofnunarinnar, en SAk á að sinna bæði Norðurog Austurlandi. „Fjöldi mála sem koma inn á borð BUG-teymis er mikill og það segir sig því sjálft að við værum til í að hafa betri mönnun. Við erum að vinna í að fullmanna teymið og ég á von á að það náist á næstunni. Á meðan leysum við málin með öðrum leiðum svo ekki myndist skörð í þjónustuna,“ segir Alice Harpa. Alice Harpa er bjartsýn á að manna teymið. Eins og staðan sé hins vegar núna er ekkert í hendi og ef áfram heldur sem horfir verður aðeins iðjuþjálfi í fullu starfi við teymið eftir rúman hálfan mánuð. „Við erum að skoða ákveðnar leiðir og ég tel að við náum að manna þetta teymi á næstunni. Bráðamálum er að sjálfsögðu sinnt strax. Áhersla okkar er sem fyrr að tryggja góða og örugga þjónustu fyrir okkar skjólstæðinga,“ segir Alice Harpa. Mikið hefur verið rætt um barna- og unglingageðlækningar á síðustu misserum og á sama tíma eru biðlistar hjá BUGL í Reykjavík. Einnig hefur verið erfitt að manna sérfræðistöður á Sjúkrahúsinu á Akureyri síðustu árin og hefur Fréttablaðið áður greint frá því, þó að það hafi færst til betri vegar á allra síðustu misserum. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Barna- og unglingageðteymi Sjúkrahússins á Akureyri, SAk, er afar illa mannað en 12. apríl hættir eini sálfræðingurinn í teyminu störfum á sjúkrahúsinu. Þá eru aðeins eftir einn iðjuþjálfi og geðlæknir í hálfri stöðu sem starfar frá Reykjavík. Auglýst var eftir sálfræðingi á síðasta ári og sótti einn um stöðuna en hætti við. Þá voru tveir sálfræðingar starfandi við teymið. Annar þeirra hætti síðastliðið haust og hinn mun hætta um miðjan apríl að óbreyttu. Alice Harpa Björgvinsdóttir, framkvæmdastjóri lyflækningasviðs Sjúkrahússins á Akureyri, segir mönnunina ekki eins og best verður á kosið og það geti gengið erfiðlega að sinna skyldum gagnvart upptökusvæði stofnunarinnar, en SAk á að sinna bæði Norðurog Austurlandi. „Fjöldi mála sem koma inn á borð BUG-teymis er mikill og það segir sig því sjálft að við værum til í að hafa betri mönnun. Við erum að vinna í að fullmanna teymið og ég á von á að það náist á næstunni. Á meðan leysum við málin með öðrum leiðum svo ekki myndist skörð í þjónustuna,“ segir Alice Harpa. Alice Harpa er bjartsýn á að manna teymið. Eins og staðan sé hins vegar núna er ekkert í hendi og ef áfram heldur sem horfir verður aðeins iðjuþjálfi í fullu starfi við teymið eftir rúman hálfan mánuð. „Við erum að skoða ákveðnar leiðir og ég tel að við náum að manna þetta teymi á næstunni. Bráðamálum er að sjálfsögðu sinnt strax. Áhersla okkar er sem fyrr að tryggja góða og örugga þjónustu fyrir okkar skjólstæðinga,“ segir Alice Harpa. Mikið hefur verið rætt um barna- og unglingageðlækningar á síðustu misserum og á sama tíma eru biðlistar hjá BUGL í Reykjavík. Einnig hefur verið erfitt að manna sérfræðistöður á Sjúkrahúsinu á Akureyri síðustu árin og hefur Fréttablaðið áður greint frá því, þó að það hafi færst til betri vegar á allra síðustu misserum.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira