Innlent

Bein út­sending: Seðla­banka­stjóri kemur fyrir stjórn­skipunar- og eftir­lits­nefnd

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, á fundinum í morgun.
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, á fundinum í morgun. vísir/vilhelm

Opinn fundur hefst klukkan 9 í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis þar sem á dagskrá verða lög um gjaldeyrismál og stjórnsýsla Seðlabanka Íslands við framkvæmd gjaldeyriseftirlits.

Tilefnið er svokallað Samherjamál þar sem Seðlabankinn lagði fimmtán milljóna króna sekt á Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál. Hæstiréttur dæmdi þá sekt ógilda í nóvember síðastliðnum og staðfesti þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur.

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, mun koma fyrir nefndina ásamt lögfræðingi en fyrst mun Gylfi Magnússon, formaður bankaráðs, sitja fyrir svörum.

Fyrr í þessum mánuði kom Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, fyrir nefndina. Í máli hans kom meðal annars fram að Samherjamálið væri ágætis dæmi um það að það væri óheppilegt að reglusetning, rannsókn mála og ákvörðun viðurlaga væri á einni hendi. Þá sagði hann að sér væri misboðið fyrir hönd þeirra borgara sem hlut áttu að Samherjamálinu. 

Fylgjast má með beinni útsendingu frá fundinum í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Endurskoða stjórnsýslu sína eftir Samherjamál

Ekki verður hjá því komist að ráðast í heildarendurskoðun á allri stjórnsýslu Seðlabanka Íslands, meðferð mála innan bankans og með hvaða hætti bankinn hefur á umliðnum árum farið með það opinbera vald sem honum hefur verið falið lögum samkvæmt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.