Umboðsmaður um Samherjamálið: „Verður að vera alveg ljóst að svona gera menn ekki“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. mars 2019 14:44 Umboðsmaður var afdráttarlaus á fundinum í morgun. Alþingi Samherjamálið er ágætis dæmi um að það sé óheppilegt að reglusetning, rannsókn mála og ákvörðun viðurlaga sé á einni hendi, að mati Umboðsmanns Alþingis. Umboðsmaður fór yfir málið á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Formaður nefndarinnar segir að þetta þurfi að skoða. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis kom fyrir stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun og ræddi málefni gjaldeyriseftirlits Seðlabankans og Samherjamálið. Á vef umboðsmanns var í morgun birt bréf hans til forsætisráðherra. Þar segir að tilefni sé til þess að kalla eftir upplýsingum um hver hafi í raun verið hlutur starfsmanna gjaldeyriseftirlits í því að veita Ríkisútvarpinu upplýsingar um fyrirhugaða húsleit gjaldeyriseftirlitsins hjá Samherja, 27. mars 2012 en málið er nú á borði forsætisráðherra. Þá gerir hann athugasemdir við að í bréfi sem seðlabankastjóri sendi forsætisráðherra 29. janúar síðastliðinn sé talað um að aðgerðir seðlabankans á þeim tíma hafi haft töluverð fælingaráhrif. Segir umboðsmaður þetta vekja upp spurningar um hvaða tilgangur hafi raun búið að baki því að veita upplýsingar um húsleitina og dreifa frétt um hana.Frá fundinum í morgun.Vísir/Friðrik Þór„Hvað sem líður öllu frelsi fjölmiðla til upplýsingagjafar þá er það mjög alvarlegt í ljósi þeirra viðamiklu rannsóknarúrræða sem þarna er verið að grípa til að það reynist rétt vera að starfsmenn hins opinbera eru fyrir fram búnir að upplýsa um stað og stund slíkra athafna. Það verður að vera alveg ljóst að svona gera menn ekki,“ segir Tryggvi Gunnarsson. Umboðsmaður Alþingis sagði málið ágætis dæmi um að það sé óheppilegt að reglusetning, ákvarðanataka og ákvörðun viðurlaga sé hjá einu og sama stjórnvaldi. Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er sammála því. „Í þessum minni málum, þar sem eru sektarheimildir, þar hefur Seðlabankinn þessa heimild enn þá. Það kann að vera óheppilegt því við höfum jú ákveðið að rannsóknir og svo ákvarðanir um viðurlög eiga ekki að vera á sömu hendi. Við þurfum klárlega að taka þetta til skoðunar,“ segir Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.Upptöku frá fundinum má sjá hér að neðan. Alþingi Seðlabankinn Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Vill að Seðlabankinn rétti hlut þeirra sem sættu sektum Seðlabanki Íslands ætti að hafa frumkvæði að því að rétta hlut þeirra sem sættu sektum af hálfu bankans eða gerðu sátt við bankann undir þvingun í tilvikum þar sem gildar viðurlagaheimildir voru ekki til staðar. 13. febrúar 2019 07:15 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Samherjamálið er ágætis dæmi um að það sé óheppilegt að reglusetning, rannsókn mála og ákvörðun viðurlaga sé á einni hendi, að mati Umboðsmanns Alþingis. Umboðsmaður fór yfir málið á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Formaður nefndarinnar segir að þetta þurfi að skoða. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis kom fyrir stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun og ræddi málefni gjaldeyriseftirlits Seðlabankans og Samherjamálið. Á vef umboðsmanns var í morgun birt bréf hans til forsætisráðherra. Þar segir að tilefni sé til þess að kalla eftir upplýsingum um hver hafi í raun verið hlutur starfsmanna gjaldeyriseftirlits í því að veita Ríkisútvarpinu upplýsingar um fyrirhugaða húsleit gjaldeyriseftirlitsins hjá Samherja, 27. mars 2012 en málið er nú á borði forsætisráðherra. Þá gerir hann athugasemdir við að í bréfi sem seðlabankastjóri sendi forsætisráðherra 29. janúar síðastliðinn sé talað um að aðgerðir seðlabankans á þeim tíma hafi haft töluverð fælingaráhrif. Segir umboðsmaður þetta vekja upp spurningar um hvaða tilgangur hafi raun búið að baki því að veita upplýsingar um húsleitina og dreifa frétt um hana.Frá fundinum í morgun.Vísir/Friðrik Þór„Hvað sem líður öllu frelsi fjölmiðla til upplýsingagjafar þá er það mjög alvarlegt í ljósi þeirra viðamiklu rannsóknarúrræða sem þarna er verið að grípa til að það reynist rétt vera að starfsmenn hins opinbera eru fyrir fram búnir að upplýsa um stað og stund slíkra athafna. Það verður að vera alveg ljóst að svona gera menn ekki,“ segir Tryggvi Gunnarsson. Umboðsmaður Alþingis sagði málið ágætis dæmi um að það sé óheppilegt að reglusetning, ákvarðanataka og ákvörðun viðurlaga sé hjá einu og sama stjórnvaldi. Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er sammála því. „Í þessum minni málum, þar sem eru sektarheimildir, þar hefur Seðlabankinn þessa heimild enn þá. Það kann að vera óheppilegt því við höfum jú ákveðið að rannsóknir og svo ákvarðanir um viðurlög eiga ekki að vera á sömu hendi. Við þurfum klárlega að taka þetta til skoðunar,“ segir Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.Upptöku frá fundinum má sjá hér að neðan.
Alþingi Seðlabankinn Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Vill að Seðlabankinn rétti hlut þeirra sem sættu sektum Seðlabanki Íslands ætti að hafa frumkvæði að því að rétta hlut þeirra sem sættu sektum af hálfu bankans eða gerðu sátt við bankann undir þvingun í tilvikum þar sem gildar viðurlagaheimildir voru ekki til staðar. 13. febrúar 2019 07:15 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Vill að Seðlabankinn rétti hlut þeirra sem sættu sektum Seðlabanki Íslands ætti að hafa frumkvæði að því að rétta hlut þeirra sem sættu sektum af hálfu bankans eða gerðu sátt við bankann undir þvingun í tilvikum þar sem gildar viðurlagaheimildir voru ekki til staðar. 13. febrúar 2019 07:15
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent