Innlent

Endurskoða stjórnsýslu sína eftir Samherjamál

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Ekki verður hjá því komist að ráðast í heildarendurskoðun á allri stjórnsýslu Seðlabanka Íslands, meðferð mála innan bankans og með hvaða hætti bankinn hefur á umliðnum árum farið með það opinbera vald sem honum hefur verið falið lögum samkvæmt. Á það einkum við um gjaldeyriseftirlit.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í greinargerð Seðlabankans til forsætisráðherra í kjölfar dóms Hæstaréttar í Samherjamálinu svokallaða. Í dómnum felldi Hæstiréttur úr gildi þá ákvörðun bankans að Samherji skyldi greiða fimmtán milljónir króna í stjórnvaldssekt fyrir brot á reglugerðum um gjaldeyrismál.

Forsætisráðherra óskaði eftir greinargerðinni í nóvember á síðasta ári fjórum dögum eftir að umræddur dómur féll. Sérstaklega var óskað eftir því af ráðherra að bankinn gerði grein fyrir því að bankinn hélt meðferð málsins áfram eftir að embætti héraðssaksóknara endursendi honum það í annað sinn.

Í greinargerðinni kemur fram að bankinn telur ekki að um endurupptöku á málinu hafi verið að ræða heldur hafi þetta verið eitt og sama málið í samfellu. Aldrei hafi komið til þess að það hafi verið niðurfellt.




Tengdar fréttir

Bankastjórum Seðlabankans fjölgað í fjóra

Gert ráð fyrir einum seðlabankastjóra og þremur varabankastjórum. Einn fer með peningamál, annar yfir fjármálastöðugleika og þriðji með fjármálaeftirlit við sameiningu bankans og FME.

Vill að Seðlabankinn rétti hlut þeirra sem sættu sektum

Seðlabanki Íslands ætti að hafa frumkvæði að því að rétta hlut þeirra sem sættu sektum af hálfu bankans eða gerðu sátt við bankann undir þvingun í tilvikum þar sem gildar viðurlagaheimildir voru ekki til staðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×