Tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar geti líklega ekki staðið óbreytt Heimir Már Pétursson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 28. mars 2019 10:49 Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, segir að ríkissjóður þurfi að gera ráðstafanir vegna falls flugfélagsins WOW air. Það sé ekki víst að tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar geti staðið óbreytt. Það sé því mjög líklegt að ríkisstjórnin þyrfti að endurskoða hana. Bjarni var nýkominn af fundi með ráðherrum vegna tíðindanna sem bárust í morgunsárið af WOW air þegar fréttamaður náði tali af honum. „Ég held við skulum bara aðeins halda ró okkar varðandi það hversu mikið áfall þetta er fyrir ríkissjóð. Ríkissjóður og allt efnahagslífið hefur auðvitað notið mjög góðs af þessari starfsemi, þeim mikla fjölda ferðamanna sem hefur komið hingað til lands á undanförnum árum. Það dregur eitthvað úr því.“ Bjarni segir ljóst að margir muni lenda á atvinnuleysisskrá en væntir þess að það verði einungis til skamms tímaÞurfi að koma til móts við nýjan veruleika „Ég myndi ekki segja að þetta væri alvarlegt áfall en þetta er samt breyting sem við þurfum að leggja mat á og við gætum þurft að gera ráðstafanir til að koma til móts við þennan nýja veruleika.“ Bjarni segir að fall flugfélagsins sé mikil vonbrigði. „Þetta er ákveðið áfall. Við erum hins vegar með mjög mikinn viðnámsþrótt. Við stöndum sterkt og getum vel tekist á við þetta. Þetta eru vonbrigði vegna þess að það eiga margir starfsmenn á íslandi mikið undir því að þetta hefði farið öðruvísi og verða þannig fyrir áhrifum og margar fjölskyldur sem eiga þar í hlut. Við erum með viðbragðsáætlun til að koma til móts við stöðu farþeganna. Vonandi greiðist hratt úr því.“
Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, segir að ríkissjóður þurfi að gera ráðstafanir vegna falls flugfélagsins WOW air. Það sé ekki víst að tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar geti staðið óbreytt. Það sé því mjög líklegt að ríkisstjórnin þyrfti að endurskoða hana. Bjarni var nýkominn af fundi með ráðherrum vegna tíðindanna sem bárust í morgunsárið af WOW air þegar fréttamaður náði tali af honum. „Ég held við skulum bara aðeins halda ró okkar varðandi það hversu mikið áfall þetta er fyrir ríkissjóð. Ríkissjóður og allt efnahagslífið hefur auðvitað notið mjög góðs af þessari starfsemi, þeim mikla fjölda ferðamanna sem hefur komið hingað til lands á undanförnum árum. Það dregur eitthvað úr því.“ Bjarni segir ljóst að margir muni lenda á atvinnuleysisskrá en væntir þess að það verði einungis til skamms tímaÞurfi að koma til móts við nýjan veruleika „Ég myndi ekki segja að þetta væri alvarlegt áfall en þetta er samt breyting sem við þurfum að leggja mat á og við gætum þurft að gera ráðstafanir til að koma til móts við þennan nýja veruleika.“ Bjarni segir að fall flugfélagsins sé mikil vonbrigði. „Þetta er ákveðið áfall. Við erum hins vegar með mjög mikinn viðnámsþrótt. Við stöndum sterkt og getum vel tekist á við þetta. Þetta eru vonbrigði vegna þess að það eiga margir starfsmenn á íslandi mikið undir því að þetta hefði farið öðruvísi og verða þannig fyrir áhrifum og margar fjölskyldur sem eiga þar í hlut. Við erum með viðbragðsáætlun til að koma til móts við stöðu farþeganna. Vonandi greiðist hratt úr því.“
Alþingi Efnahagsmál Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08 Ráðherrar funda vegna WOW air Fundað er í stjórnarráðinu vegna tíðinda dagsins. 28. mars 2019 09:45 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Sjá meira
Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent