Ákæran hryggir Sigur Rósar-menn en vona að málið skýrist fyrir dómi Birgir Olgeirsson skrifar 28. mars 2019 15:37 Meðlimir hljómsveitarinnar hafa kennt handvömm endurskoðanda um. Vísir/GETTY Meðlimir Sigur Rósar harma mjög að embætti héraðssaksóknara hafi ákveðið að ákæra þá vegna gruns um skattalagabrota. Þetta segja þeir í yfirlýsingu sem þeir hafa sent fjölmiðlum vegna ákærunnar. Vonast þeir á sama tíma til þess að málsástæður þeirra skýrist. Þeir hafi ávallt haft fullan ásetning til að standa í réttum skilum við skattayfirvöld og stóðu í þeirri trú að það hefði verið gert. Er um að ræða rannsókn á skattaframtölum hljómsveitarmeðlimanna fyrir árin 2010 til 2014. Í yfirlýsingunni er því haldið fram að ríkisskattstjóri hafi fallist á allar innsendar upplýsingar og útskýringar þeirra í desember síðastliðnum og því sé enginn ágreiningur á milli þeirra og skattayfirvalda. Málið rataði fyrst í fjölmiðla í mars í fyrra þegar fregnir bárust af því að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefði kyrrsett eignir meðlima Sigur Rósar, þeirra Jóns Þórs Birgissonar, Georgs Hólm og Orra Páls Dýrasonar, að kröfu tollstjóra. Varðaði kyrrsetningin eigur þeirra sem metnar voru á tæpar 800 milljónir króna en ástæðan var sögð rannsókn skattrannsóknastjóra á meintum skattalagabrotum. Stærsti hlutinn var í eigu Jóns Þórs, eða 638 milljónir króna. Yfirlýsinguna í heild má sjá hér fyrir neðan:Skil á skattframtölum hljómsveitarmeðlima fyrir árin 2010-2014 hafa verið til skoðunar hjá yfirvöldum í nokkur ár. Í desember síðastliðnum féllst ríkisskattstjóri á allar innsendar upplýsingar og útskýringar og því er enginn ágreiningur á milli þeirra og skattyfirvalda.Héraðssaksóknari hefur hins vegar tekið ákvörðun um að ákæra hljómsveitarmeðlimi vegna vanframtalinna tekna. Hljómsveitarmeðlimir harma að málið þurfi að fara fyrir dóm en vonast á sama tíma til þess að málsástæður þeirra skýrist. Þeir hafi ávallt haft fullan ásetning til að standa í réttum skilum við skattyfirvöld og stóðu í þeirri trú að það hefði verið gert.Bjarnfreður Ólafsson, LOGOS lögmannsþjónustu: „Hljómsveitarmeðlimir eru tónlistarmenn og ekki sérfróðir í bókhaldi og alþjóðlegum viðskiptum – hvað þá í framtalsgerð og skattskilum. Þess vegna réðu þeir viðurkennda sérfræðinga til að annast bókhald og öll samskipti við íslensk skattyfirvöld. En í ljós hefur komið að röngum framtölum var skilað til ríkisskattstjóra og/eða þeim skilað alltof seint. Á sama tíma töldu hljómsveitarmeðlimir að þessi mál væru í lagi og í höndum fagmanna. Það verður núna verkefni Héraðssaksóknara að færa sönnur fyrir því að hljómsveitarmeðlimir hafi sjálfir gerst sekir um stórfellda vanrækslu á framtalsskyldu sinni. Í ljósi málsatvika fæ ég ekki séð hvernig það verður hægt og þess vegna veldur það vonbrigðum að embætti Héraðssaksóknara hafi tekið ákvörðun um ákærur á hendur þeim.“ Dómsmál Sigur Rós Tengdar fréttir Meðlimir Sigur Rósar ákærðir fyrir skattsvik Fjórir meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar hafa verið ákærðir fyrir skattsvik, þeir Jón Þór Birgisson, Kjartan Sveinsson, Georg Holm og Orri Páll Dýrason. 28. mars 2019 14:26 Mest lesið Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Sjá meira
Meðlimir Sigur Rósar harma mjög að embætti héraðssaksóknara hafi ákveðið að ákæra þá vegna gruns um skattalagabrota. Þetta segja þeir í yfirlýsingu sem þeir hafa sent fjölmiðlum vegna ákærunnar. Vonast þeir á sama tíma til þess að málsástæður þeirra skýrist. Þeir hafi ávallt haft fullan ásetning til að standa í réttum skilum við skattayfirvöld og stóðu í þeirri trú að það hefði verið gert. Er um að ræða rannsókn á skattaframtölum hljómsveitarmeðlimanna fyrir árin 2010 til 2014. Í yfirlýsingunni er því haldið fram að ríkisskattstjóri hafi fallist á allar innsendar upplýsingar og útskýringar þeirra í desember síðastliðnum og því sé enginn ágreiningur á milli þeirra og skattayfirvalda. Málið rataði fyrst í fjölmiðla í mars í fyrra þegar fregnir bárust af því að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefði kyrrsett eignir meðlima Sigur Rósar, þeirra Jóns Þórs Birgissonar, Georgs Hólm og Orra Páls Dýrasonar, að kröfu tollstjóra. Varðaði kyrrsetningin eigur þeirra sem metnar voru á tæpar 800 milljónir króna en ástæðan var sögð rannsókn skattrannsóknastjóra á meintum skattalagabrotum. Stærsti hlutinn var í eigu Jóns Þórs, eða 638 milljónir króna. Yfirlýsinguna í heild má sjá hér fyrir neðan:Skil á skattframtölum hljómsveitarmeðlima fyrir árin 2010-2014 hafa verið til skoðunar hjá yfirvöldum í nokkur ár. Í desember síðastliðnum féllst ríkisskattstjóri á allar innsendar upplýsingar og útskýringar og því er enginn ágreiningur á milli þeirra og skattyfirvalda.Héraðssaksóknari hefur hins vegar tekið ákvörðun um að ákæra hljómsveitarmeðlimi vegna vanframtalinna tekna. Hljómsveitarmeðlimir harma að málið þurfi að fara fyrir dóm en vonast á sama tíma til þess að málsástæður þeirra skýrist. Þeir hafi ávallt haft fullan ásetning til að standa í réttum skilum við skattyfirvöld og stóðu í þeirri trú að það hefði verið gert.Bjarnfreður Ólafsson, LOGOS lögmannsþjónustu: „Hljómsveitarmeðlimir eru tónlistarmenn og ekki sérfróðir í bókhaldi og alþjóðlegum viðskiptum – hvað þá í framtalsgerð og skattskilum. Þess vegna réðu þeir viðurkennda sérfræðinga til að annast bókhald og öll samskipti við íslensk skattyfirvöld. En í ljós hefur komið að röngum framtölum var skilað til ríkisskattstjóra og/eða þeim skilað alltof seint. Á sama tíma töldu hljómsveitarmeðlimir að þessi mál væru í lagi og í höndum fagmanna. Það verður núna verkefni Héraðssaksóknara að færa sönnur fyrir því að hljómsveitarmeðlimir hafi sjálfir gerst sekir um stórfellda vanrækslu á framtalsskyldu sinni. Í ljósi málsatvika fæ ég ekki séð hvernig það verður hægt og þess vegna veldur það vonbrigðum að embætti Héraðssaksóknara hafi tekið ákvörðun um ákærur á hendur þeim.“
Dómsmál Sigur Rós Tengdar fréttir Meðlimir Sigur Rósar ákærðir fyrir skattsvik Fjórir meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar hafa verið ákærðir fyrir skattsvik, þeir Jón Þór Birgisson, Kjartan Sveinsson, Georg Holm og Orri Páll Dýrason. 28. mars 2019 14:26 Mest lesið Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Sjá meira
Meðlimir Sigur Rósar ákærðir fyrir skattsvik Fjórir meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar hafa verið ákærðir fyrir skattsvik, þeir Jón Þór Birgisson, Kjartan Sveinsson, Georg Holm og Orri Páll Dýrason. 28. mars 2019 14:26