Manchester City er aðeins fimmtán leikjum frá fernunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. mars 2019 12:00 Sergio Aguero hefur klárað marga leiki Manchester City í vetur og þarf að halda því áfram ætli liðið sér að vinna fernuna. Hér lyftir hann bikarnum í fyrra. Getty/Marc Atkins Enska úrvalsdeildin fer aftur af stað á morgun og Manchester City verður í sviðsljósinu í fyrsta leik dagsins. City liðið á enn möguleika á því að bæta þremur titlum við enska deildabikarinn sem liðið vann á dögunum. Manchester City er tveimur stigum á eftir toppliði Liverpool, en á leik inni, City-liðið mætir Brighton í undanúrslitum enska bikarsins og Tottenham í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Veðbankar hafa mikla trú á Manchester City liðinu og telja það vera sigurstranglegast í öllum þessum keppnum. BBC skoðar í dag möguleika lærisveina Pep Guardiola að vinna fernuna.Man City are the bookies' favourite to win every competition. But can they win an unprecedented quadruple? We take a look: https://t.co/rQgTcobxzCpic.twitter.com/7ZIt8LkG0x — BBC Sport (@BBCSport) March 29, 2019Það hafa aðeins tvö ensk félög í sögunni verið í sömu stöðu á þessum tíma það er átt möguleika á að vinna fernuna. Það voru Chelsea tímabilið 2006-07 og Manchester United tímabilið 2008-09. Jose Mourinho var þarna knattspyrnustjóri Chelsea og vonin lifði til 1. maí eða þar til liðið tapaði á móti Liverpool í vítakeppni í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Chelsea liðið vann enska bikarinn og enska deildabikarinn en varð í öðru sæti í ensku deildinni. Tveimur árum síðar enduðu fernudraumar Manchester United 19. apríl og líka í vítakeppni en nú á móti Everton í undanúrslitaleik enska bikarsins. Manchester United var þremur leikjum frá því að klára alla titlana en liðið tapaði síðan fyrir Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Þegar Manchester United vann þrennuna 1998-98 (deild, bikar og Meistaradeild) þá tapaði liðið á móti Tottenham í átta liða úrslitum enska deildarbikarsins í byrjun desember. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, þekkir það vel að vinna marga titla á einu ári en hann vann sex titla með Barcelona 2009. Liðið vann þá Meistaradeildina, spænsku deildina, spænska bikarinn, heimsmeistarakeppni félagsliða, meistarakeppni UEFA og meistarakeppnina á Spáni. Liverpool komst næst fernunni tímabilið 1983-84 þegar liðið vann Evrópukeppni meistaraliða, ensku deildina og enska deildabikarinn en datt út í 4. umferð enska bikarsins á móti Brighton & Hove Albion.Getting prepped for the business end of the season! Today at the CFA...#mancitypic.twitter.com/nwYyBo62Dt — Manchester City (@ManCity) March 26, 2019Fyrir ári síðan þá var Manchester City með sjö fleiri stig en í dag og sextán stiga forskot á toppnum. Nú á liðið í harðri baráttu við Liverpool en City-liðið hefur brunað í gegnum útsláttarkeppnir hinna keppnanna. City hefur unnið 16 af 18 leikjum sínum í bikarkeppnum eða Evrópukeppni á þessu tímabili þar af átta þeirra með þriggja marka mun eða meira. Auðvitað hefur Manchester City liðið verið heppið með mótherja í þessum bikarkeppnum þar sem liðið hefur mætt liðum eins og Rotherham United, Burnley, Newport County, Swansea City, Brighton & Hove Albion, Oxford United, Fulham, Leicester City og Burton Albion. Mótherjar liðsins í Meistaradeildinni hafa verið Hoffenheim, Shakhtar Donetsk, Lyon og Schalke en nú bíður Tottenham. Manchester City hefur þegar spilað 48 leiki á tímabilinu ef við teljum ekki með leikinn um Samfélagsskjöldinn á móti Chelsea. Ef liðið fer alla leið á öllum vígstöðvum þá væri liðið búið að spila 63 leiki á tímabilinu. City er því fimmtán leikjum frá því að ná þessari sögulegu fernu. Liðið náði því að vinna tuttugu leiki í röð í öllum keppnum á síðustu leiktíð og Guardiola er með breidd og hæfileika í liðinu til að enda tímabilið á flugi. Simon Gleave hjá Gracenote segir samt ekki miklar tölfræðilegar líkur á því að City taki fernuna en þær eru í kringum níu prósent að hans mati. Það eru 59 prósent líkur á því að Manchester vinni ensku úrvalsdeildina, 79 prósent líkur á sigri í ensku bikarkeppninni og 20 prósent líkur á sigri í Meistaradeildinni.That’s quite the run for fixtures for Manchester City in April. Going to be a fascinating period of the season. April 9/10: Spurs (a) April 14: Crystal Palace (a) April 16/17: Spurs (h) April 20: Spurs (h) April 24: Man Utd (a) April 28: Burnley (a) — Ben Smith (@BSmith) March 15, 2019Pep Guardiola hefur skiljanlega kvartað yfir álaginu og liðið sitt og það er ljóst að aprílmánuður verður enginn venjulegum mánuður fyrir hans menn. Hann mun líka gefa okkur góðar vísbendingar um líkurnar á því að Manchester City vinni fernuna 2018-19. City spilar leik 30. mars og svo átta leiki til viðbótar áður en april er búinn. Þar á meðal eru undanúrslitaleikur í enska bikarnum og tveir leikir í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Þessi þétta leikjadagskrá hefst á „léttari“ leikjum á móti Fulham, Cardiff City og Brighton (bikarinn) en endar á mun erfiðari deildarleikjum á móti Tottenham og Manchester United. Aprílmánuður gæti því ráðið mjög miklu um fernudrauma Pep Guardiola og lærisveina hans í Manchester City. Það má sjá alla greiningu BBC á möguleikum Manchester City á að vinna þrennuna með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira
Enska úrvalsdeildin fer aftur af stað á morgun og Manchester City verður í sviðsljósinu í fyrsta leik dagsins. City liðið á enn möguleika á því að bæta þremur titlum við enska deildabikarinn sem liðið vann á dögunum. Manchester City er tveimur stigum á eftir toppliði Liverpool, en á leik inni, City-liðið mætir Brighton í undanúrslitum enska bikarsins og Tottenham í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Veðbankar hafa mikla trú á Manchester City liðinu og telja það vera sigurstranglegast í öllum þessum keppnum. BBC skoðar í dag möguleika lærisveina Pep Guardiola að vinna fernuna.Man City are the bookies' favourite to win every competition. But can they win an unprecedented quadruple? We take a look: https://t.co/rQgTcobxzCpic.twitter.com/7ZIt8LkG0x — BBC Sport (@BBCSport) March 29, 2019Það hafa aðeins tvö ensk félög í sögunni verið í sömu stöðu á þessum tíma það er átt möguleika á að vinna fernuna. Það voru Chelsea tímabilið 2006-07 og Manchester United tímabilið 2008-09. Jose Mourinho var þarna knattspyrnustjóri Chelsea og vonin lifði til 1. maí eða þar til liðið tapaði á móti Liverpool í vítakeppni í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Chelsea liðið vann enska bikarinn og enska deildabikarinn en varð í öðru sæti í ensku deildinni. Tveimur árum síðar enduðu fernudraumar Manchester United 19. apríl og líka í vítakeppni en nú á móti Everton í undanúrslitaleik enska bikarsins. Manchester United var þremur leikjum frá því að klára alla titlana en liðið tapaði síðan fyrir Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Þegar Manchester United vann þrennuna 1998-98 (deild, bikar og Meistaradeild) þá tapaði liðið á móti Tottenham í átta liða úrslitum enska deildarbikarsins í byrjun desember. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, þekkir það vel að vinna marga titla á einu ári en hann vann sex titla með Barcelona 2009. Liðið vann þá Meistaradeildina, spænsku deildina, spænska bikarinn, heimsmeistarakeppni félagsliða, meistarakeppni UEFA og meistarakeppnina á Spáni. Liverpool komst næst fernunni tímabilið 1983-84 þegar liðið vann Evrópukeppni meistaraliða, ensku deildina og enska deildabikarinn en datt út í 4. umferð enska bikarsins á móti Brighton & Hove Albion.Getting prepped for the business end of the season! Today at the CFA...#mancitypic.twitter.com/nwYyBo62Dt — Manchester City (@ManCity) March 26, 2019Fyrir ári síðan þá var Manchester City með sjö fleiri stig en í dag og sextán stiga forskot á toppnum. Nú á liðið í harðri baráttu við Liverpool en City-liðið hefur brunað í gegnum útsláttarkeppnir hinna keppnanna. City hefur unnið 16 af 18 leikjum sínum í bikarkeppnum eða Evrópukeppni á þessu tímabili þar af átta þeirra með þriggja marka mun eða meira. Auðvitað hefur Manchester City liðið verið heppið með mótherja í þessum bikarkeppnum þar sem liðið hefur mætt liðum eins og Rotherham United, Burnley, Newport County, Swansea City, Brighton & Hove Albion, Oxford United, Fulham, Leicester City og Burton Albion. Mótherjar liðsins í Meistaradeildinni hafa verið Hoffenheim, Shakhtar Donetsk, Lyon og Schalke en nú bíður Tottenham. Manchester City hefur þegar spilað 48 leiki á tímabilinu ef við teljum ekki með leikinn um Samfélagsskjöldinn á móti Chelsea. Ef liðið fer alla leið á öllum vígstöðvum þá væri liðið búið að spila 63 leiki á tímabilinu. City er því fimmtán leikjum frá því að ná þessari sögulegu fernu. Liðið náði því að vinna tuttugu leiki í röð í öllum keppnum á síðustu leiktíð og Guardiola er með breidd og hæfileika í liðinu til að enda tímabilið á flugi. Simon Gleave hjá Gracenote segir samt ekki miklar tölfræðilegar líkur á því að City taki fernuna en þær eru í kringum níu prósent að hans mati. Það eru 59 prósent líkur á því að Manchester vinni ensku úrvalsdeildina, 79 prósent líkur á sigri í ensku bikarkeppninni og 20 prósent líkur á sigri í Meistaradeildinni.That’s quite the run for fixtures for Manchester City in April. Going to be a fascinating period of the season. April 9/10: Spurs (a) April 14: Crystal Palace (a) April 16/17: Spurs (h) April 20: Spurs (h) April 24: Man Utd (a) April 28: Burnley (a) — Ben Smith (@BSmith) March 15, 2019Pep Guardiola hefur skiljanlega kvartað yfir álaginu og liðið sitt og það er ljóst að aprílmánuður verður enginn venjulegum mánuður fyrir hans menn. Hann mun líka gefa okkur góðar vísbendingar um líkurnar á því að Manchester City vinni fernuna 2018-19. City spilar leik 30. mars og svo átta leiki til viðbótar áður en april er búinn. Þar á meðal eru undanúrslitaleikur í enska bikarnum og tveir leikir í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Þessi þétta leikjadagskrá hefst á „léttari“ leikjum á móti Fulham, Cardiff City og Brighton (bikarinn) en endar á mun erfiðari deildarleikjum á móti Tottenham og Manchester United. Aprílmánuður gæti því ráðið mjög miklu um fernudrauma Pep Guardiola og lærisveina hans í Manchester City. Það má sjá alla greiningu BBC á möguleikum Manchester City á að vinna þrennuna með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira