Fótbolti

Vilhjálmur Alvar í kröppum dansi á Möltu | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þetta var ekki auðveldur leikur að dæma fyrir Vilhjálm Alvar.
Þetta var ekki auðveldur leikur að dæma fyrir Vilhjálm Alvar.
Það var nóg að gera hjá Vilhjálmi Alvari Þórarinssyni dómara er hann var að dæma í undankeppni EM um síðustu helgi.Hann dæmdi þá leik Möltu og Færeyja sem Malta vann 2-1. Vilhjálmur dæmdi tvö víti í leiknum, gaf eitt rautt spjald og sex gul spjöld.Eitt vítið var frekar vafasamt og svo virðist vera sem okkar maður hafi klikkað á að dæma víti sem Færeyingar virtust eiga að fá. Það sauð svo upp úr í uppbótartímanum er leikmenn höguðu sér eins og vitleysingar er Færeyingar minnkuðu muninn í 2-1.Sjá má þessi læti hér að neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.