Erlent

Þýskum blaða­mönnum vísað frá Tyrk­landi

Andri Eysteinsson skrifar
Jörg Brase og Thomas Seibert á blaðamannafundi eftir að þeim var að gert að yfirgefa landið.
Jörg Brase og Thomas Seibert á blaðamannafundi eftir að þeim var að gert að yfirgefa landið.
Þremur þýskum blaðamönnum hefur verið vísað frá Tyrklandi. Utanríkisráðherra Þýskalands, Heiko Maas hefur sagt ákvörðun tyrkneskra stjórnvalda vera óásættanlega og sagði mikilvægt að blaðamenn fengu að athafna sig eins í Tyrklandi og annarsstaðar. Stjórnvöld höfðu hafnað beiðni blaðamannanna um áframhaldandi faggildingu.

Blaðamönnunum þremur, Thomas Seibert frá Tagesspiegel, Jörg Brase frá ZDF og Halil Gülbeyaz frá NDR TV, voru gefnir tíu dagar til að yfirgefa landið. Einn þeirra hefur nú þegar snúið heim til Þýskalands en tveir munu fljúga til baka seinna í dag.

Jörg Brase gagnrýnir tyrknesk stjórnvöld í samtali við BBC en hann telur málið hluta af þöggun ríkisstjórnarinnar. Hann segist einnig ósáttur við að geta starfað óáreittur í Íran en ekki í NATO-ríki eins og Tyrklandi.

Tyrknesk yfirvöld hafa neitað að stjórnvöld séu markvisst að herja á fjölmiðla landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×