Fótbolti

Sigur í endurkomu Ranieri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Glaður Ranieri.
Glaður Ranieri. vísir/getty
Claudio Ranieri byrjar vel með Roma en hann vann 2-1 sigur á Empoli í fyrsta leik sínum með liðið eftir að hann var ráðinn stjóri liðsins í síðustu viku.

Ranieri er fæddur og uppalinn í Róma en hann lék með liðinu sem leikmaður. Hann stýrði félaginu einnig frá 2009 til 2011 og er því að stýra liðinu í annað skiptið á ferlinum.

Það byrjar vel hjá Ítalanum því Roma vann 2-1 sigur á Empoli í kvöld. Stephan El Shaarawy kom Roma yfir á níundu mínútu en Juan Jesus skoraði sjálfsmark þremur mínútum síðar.

Fjörið í fyrri hálfleik var ekki lokið því Patrik Schick kom Roma í 2-1 á 33. mínútu og það reyndist sigurmarkið. Það kom ekki að sök þó Alessandro Florenzi hafi fengið sitt annað gula spjald tíu mínútum fyrir leikslok og mikilvægur sigur Roma.







Liðið er í fimmta sæti deildarinnar með 47 stig, þremur stigum á eftir Inter sem er í fjórða sætinu sem gefur þáttöku í Meistaradeildinni. Empoli er í sautjánda sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×