Fótbolti

Leikmaður og dómari á sjúkrahús eftir flóðljósaslys

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Flóðljós á fótboltaleik.
Flóðljós á fótboltaleik. Getty/ Robbie Jay Barrat
Það var mikið rok á Íslandi í gær og fullt af fótboltafólki var að spila úti í veðrinu í gær. Það getur hins vegar verið mjög hættulegt eins og sýndi sig í Bandaríkjunum um helgina.

Lögreglan og sjúkrabíll voru kölluð út vegna slyss á fótboltaleik í Clarksville í Tennessee fylki.

Mikill vindur var á meðan leiknum stóð og ein kviðan reif með sér ein flóðljósin á vellinum.

Vitni sögðu frá því að flóðljósstaur hafi fallið niður á völlinn með þeim afleiðingum að aðstoðardómari og leikmaður slösuðust.

Leikmaðurinn var að undirbúa sig til að taka innkast og línuvörðurinn var rétt hjá honum. Flóðljósastaurinn féll úr mikilli hæð og meira á milli þeirra en á þá.

Aðstoðardómarinn fór þó verr út úr þessum því hann tvífótbrotnaði en leikmaðurinn fékk skurði á höfði og fótum.

Hér fyrir neðan má sjá sjónvarpsfrétt um slysið hjá KFSM.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×