Fótbolti

Enda stuðningsmenn enskra liða kannski í búrum eins og kollegar þeirra í Póllandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Úr fótboltaleik en myndin tengist fréttinni ekki.
Úr fótboltaleik en myndin tengist fréttinni ekki. Getty/ Tim Clayton
Stuðningsmenn hlupu inn á völlinn í miðjum leik í tveimur leikjum í enska boltanum um helgina og það hefur vakið upp spurningar um öryggi leikmanna inn á vellinum.

Það eru þó örugglega fáir á því að ganga jafnlangt og menn gerðu í pólsku d-deildinni en þar fór fram skrautlegur leikur.  Stuðningsmönnum Hutnik Krakow var nefnilega boðið upp á mjög sérstaða aðstöðu í útileik liðsins um helgina.





Hutnik Krakow er topplið pólsku III Liga og mætti þarna í leik á móti einu af neðstu liðum deildarinnar í Spartakus Daleszyce.

Hutnik Krakow á mjög harða stuðningsmenn og hundrað þeirra ferðuðust í tvo klukkutíma til að hvetja liðið áfram í þessum leik. Það eru 130 kílómetrar á milli borganna tveggja.

Það sem beið þeirra þegar þeir mættu á svæðið var hins vegar búr í stað áhorfendastúku og þar þurftu þeir að dúsa þessar rúmu 90 mínútur sem leikurinn tók.

Leikmenn Hutnik Krakow kláruðu hins vegar verkefnið og unnu mikilvægan 1-0 sigur. Leikmennirnir þökkuðu líka fyrir stuðninginn með því að koma að búrinu eftir leik og kasta á kveðju á stuðningsmennina.

Ekki fylgir sögunni hvenær stuðningsmenn Hutnik Krakow sluppu á endanum úr búrinu en þeir hljóta samt að hafa farið glaðir heim eftir flottan sigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×