Fótbolti

Giggs: Þetta er alveg eins og þegar að ég tapaði með United

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ryan Giggs þarf á Bale að halda.
Ryan Giggs þarf á Bale að halda. vísir/getty
Ryan Giggs, landsliðsþjálfari Wales, er viss um að Gareth Bale verði í toppformi þegar að undankeppni EM 2020 hefst í lok mánaðar og hann láti ekki vandamálin á Bernabéu hafa áhrif á sig.

Bale er ekki sá vinsælasti þessa dagana hjá Real Madrid og er framtíð hans í mikilil óvissu eftir að Zinedine Zidane tók aftur við liðinu í gær.

„Ég býst ekki við neinu öðru en að Bale mæti til leiks og geri það sem að hann gerir best. Hann á eftir að lyfta öllum öðrum upp á æðra plan,“ segir Giggs í viðtali við BBC.

„Þegar að hann spilar fyrir Wales gefur hann sig 100 prósent í verkefnið og oftar en ekki stendur hann sig vel. Ég býst bara við því að þessu sinni,“ segir Giggs.

Giggs viðurkennir að Bale eigi í erfiðleikum hjá Ronaldo en hann hefur meðal annars hlotið gagnrýni frá samherjum sínum. Giggs spilaði í yfir 20 ár og þekkir þetta allt saman.

„Þetta er alveg eins og þegar ég var hjá United og við töpuðum. Menn verða bara að sætta sig við hlutina alveg eins og menn geta glaðst þegar að vel gengur og menn eru að vinna Meistaradeildina. Þetta er bara hluti af starfinu,“ segir Ryan Giggs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×