Fótbolti

Rúnar Alex fékk á sig fjögur mörk gegn PSG

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rúnar Alex Rúnarson.
Rúnar Alex Rúnarson. vísir/getty
PSG vann auðveldan 4-0 sigur á Dijon í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Rúnar Alex Rúnarsson var mættur aftur í markið hjá Dijon í deildinni eftir nokkra bið.

Rúnar Alex hefur ekki leikið deildarleik á árinu en hefur leikið bikarleiki fyrir Dijon. Hann fékk tækifærið í kvöld gegn særðu liði PSG eftir tapið gegn Manchester United í Meistaradeildinni í síðustu viku.

Fyrsta markið kom strax á sjöundu mínútu er Marquinhos skoraði. Á 28. mínútu fékk Kylian Mbappe gott tækifæri til að tvöfalda forystuna en KR-ingurinn sá vel við honum.

Mbappe bætti þó upp fyrir klúðrið stuttu áður en hann kom PSG í 2-0 á 40. mínútu og leiddu frönsku meistararnir með tveimur mörkum er liðin gengu til búningsherbergja.

Angel Di Maria skoraði þriðja markið á fimmtu mínútu síðari hálfleiks og í uppbótartíma bætti varamaðurinn Eric Maxim Choupo Moting við marki. Lokatölur 4-0.

PSG er með sautján stiga forskot á toppi frönsku deildarinnar og á leik til góða á Lille sem er í öðru sætinu. Dijon er í átjánda sæti, umspilssæti um fall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×