Fótbolti

Klopp: Mun horfa á markið hans Mane þúsund sinnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp fagnar í kvöld.
Klopp fagnar í kvöld. vísir/epa
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var eðlilega glaður í bragði er hann ræddi við fréttamenn eftir að Liverpool tryggði sig áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar fyrr í kvöld.

Eftir að hafa gert markalaust jafntefli í fyrri leiknum unnu Liverpool 3-1 sigur á Allianz-leikvanginum í kvöld og eru komnir skrefi nær úrslitaleiknum.

„Í leik eins og þessum geturu aldrei slakað á. Þetta er verðskuldað. Það er svo erfitt að spila á útivelli gegn Bayern Munchen og þetta er stórleikur. Ég er svo stoltur af strákunum,“ sagði sá þýski í samtali við BT Sport.

„Henderson snéri á sér ökklann og vonandi er það ekki alvarlegt. Fyrsta markið var frábært og ég vil horfa á það aftur, þúsund sinnum. Það var svo gott. Van Dijk gefur okkur skipulag í föstum leikatriðum og hann er hættulegur.“

„Við skoruðum tvö og hefðum getað skorað annað er Salah komst í færi,“ sagði Klopp sem gaf lítið fyrir það að hann vildi bara vinna Bayern því hann er stuðningsmaður Dortmund. Hann vildi einfaldlega vinna fyrir Liverpool:

„Ég vildi ekki bara vinna Bayern. Ég vildi vinna fyrir Liverpool. Ég er viss um að það séu margir stuðningsmenn Dortmund sáttir og ef ég get hjálpað þeim líka er það frábært.“

„Þetta er frábært Meistaradeildarkvöld fyrir Liverpool á ný og það er gott. Einhver mun spila við okkur í næstu umferð. Strákarnir elska þessa keppni. Löngunin var frábær.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×