Meistaradeildarævintýri Liverpool heldur áfram eftir sigur á Bayern

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Liverpool fagna skallamarki Van Dijk.
Leikmenn Liverpool fagna skallamarki Van Dijk. Getty/Simon Stacpoole
Liverpool er komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir 2-1 sigur gegn Bayern München á útivelli í kvöld. Fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli.

Fyrri leikur liðanna var nokkuð lokaður og lítið um góð færi. Það var því vonast eftir að síðari leikurinn myndi gefa af sér fleiri mörk og fleiri skemmtun fyrir áhorfendur.

Liverpool missti fyrirliðann sinn af velli eftir þrettán mínútur en Jordan Henderson fór þá af velli vegna meiðsla á hæl. Fabinho leysti hann af hólmi og spilaði á miðsvæðinu með James Milner og Georginio Wijnaldum.

Fyrsta markið kom á 26. mínútu. Virgil van Dijk þrumaði þá boltanum langt fram völlinn, boltinn endaði hjá Sadio Mane sem komst framhjá Rafinha. Manuel Neuer ákvað að koma út úr markinu sem reyndist slæm hugmynd því Mane vippaði boltanum yfir hann og í netið.







Bæjarar vöknuðu aðeins við mark Mane og fóru aðeins að sækja meira. Þeir jöfnuðu metin sex mínútum fyrir leikhlé. Aftur var það löng sending upp völlin sem skilaði marki en Serge Gnabry kom svo boltanum fyrir markið. Joel Matip reyndi að koma boltanum frá markinu en hann endaði í marki Liverpool. 1-1 í hálfleik.

Bæði lið voru ekki að taka miklar áhættur í síðari hálfleik og það var fast leikatriði sem kom Liverpool aftur yfir. Á 69. mínútu fékk Liverpool hornspyrnu sem James Milner skrúfaði beint á höfuðið á Virgil van Dijk sem stangaði boltann í netið.

Eftir það þurftu Bæjarar að skora tvö mörk og það gekk ekki eftir. Fjórða og síðasta mark leiksins skoraði Liverpool á 84. mínútu. Mo Salah gaf þá stórkostlega sendingu á Sadio Mane sem átti í engum vandræðum að koma boltanum í netið á fjærstönginni.







Lokatölur 3-1 sigur Liverpool í kvöld og einnig samanlagt í einvíginu. Rauðklædda Bítlaborgarliðið því komið í átta liða úrslitin en dregið verður á föstudaginn.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira