Snjóflóðið bar annan skíðamanninn yfir Eyjafjarðará Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. mars 2019 11:19 Frá björgunaraðgerðum í Eyjafirði í gær. Veður var slæmt og skyggni lélegt, eins og sést á myndinni. Mynd/Aðsend Tveir norskir skíðamenn lentu í snjóflóði í Eyjafirði í gær en aðgerðir björgunarsveita stóðu yfir í um sex klukkustundir. Snjóflóðið bar annan manninn yfir Eyjafjarðará en báðir mennirnir lentu í sjálfheldu þegar hinn reyndi að bjarga félaga sínum. Björgunarsveitir fengu símtal vegna mannanna um klukkan korter í sex síðdegis í gær. Þá hafði neyðarsendi í Bandaríkjunum borist merki úr Eyjafirði. Með merkinu fengust hnit sem björgunarsveitarmenn gátu miðað við og því var aðgerðum hrundið af stað.Fór á snjóbrú yfir ána Halldór Halldórsson, sem er í svæðisstjórn hjá Björgunarsveitinni Súlum á Akureyri, segir í samtali við Vísi að fyrst hafi verið talið að merkið hefði komið úr bíl, sem einhver hefði mögulega fest í skafli. Fljótlega hafi þó komið í ljós að þarna væru skíðamenn á ferð sem lent höfðu í snjóflóði. „En það sem gerðist þarna er kannski það merkilegasta. Þeir eru á skíðum og alls ekki á bíl og lenda í snjóflóði. Annar þeirra lendir í flóði sem kemur í brattri hlíð fyrir ofan þá og flytur þá yfir ána, og hann festir sig. Í kjölfarið getur seinni maðurinn farið á snjóbrú, á flóðinu, yfir ána,“ segir Halldór. „Hann fer yfir og hjálpar honum upp og þeir senda að þeir vilji láta sækja sig. En svo ryður áin sér bara og þá eru þeir fastir hinum megin við ána.Það tók nokkurn tíma að komast að Norðmönnunum í gærkvöldi.Mynd/aðsendFór allt öðruvísi en virtist í fyrstu Halldór segir mennina hafa getað sent frá sér neyðarboðin en ekki var hægt að ná samband við þá til baka. Tæknin hafi þó sannað sig og björgunarsveitarmenn fundu skíðamennina á ætluðum stað. Erfitt reyndist þó að komast að mönnunum en ákveðið var að senda tvo menn gangandi til móts við þá, þar sem bílar komust ekki yfir ána og þá tók töluverða stund að finna vað yfir hana. Það tókst að lokum og var mönnunum því næst skutlað á sleða út í bílana. „Þetta er svona dæmi um það þegar maður fær útkall og útkallið reynist allt öðruvísi en talað var um í upphafi,“ segir Halldór. Mönnunum var komið til Akureyrar um miðnætti en þeim varð ekki meint af hrakförum sínum. Halldór segir að þeir hafi tekið leigubíl inn í Hólsgerði og ætlað að ganga yfir hálendið. Norðmennirnir hafi hins vegar valið sér heldur fáfarna og erfiða leið, og þannig lent í ógöngum. Akureyri Björgunarsveitir Eyjafjarðarsveit Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Tveir norskir skíðamenn lentu í snjóflóði í Eyjafirði í gær en aðgerðir björgunarsveita stóðu yfir í um sex klukkustundir. Snjóflóðið bar annan manninn yfir Eyjafjarðará en báðir mennirnir lentu í sjálfheldu þegar hinn reyndi að bjarga félaga sínum. Björgunarsveitir fengu símtal vegna mannanna um klukkan korter í sex síðdegis í gær. Þá hafði neyðarsendi í Bandaríkjunum borist merki úr Eyjafirði. Með merkinu fengust hnit sem björgunarsveitarmenn gátu miðað við og því var aðgerðum hrundið af stað.Fór á snjóbrú yfir ána Halldór Halldórsson, sem er í svæðisstjórn hjá Björgunarsveitinni Súlum á Akureyri, segir í samtali við Vísi að fyrst hafi verið talið að merkið hefði komið úr bíl, sem einhver hefði mögulega fest í skafli. Fljótlega hafi þó komið í ljós að þarna væru skíðamenn á ferð sem lent höfðu í snjóflóði. „En það sem gerðist þarna er kannski það merkilegasta. Þeir eru á skíðum og alls ekki á bíl og lenda í snjóflóði. Annar þeirra lendir í flóði sem kemur í brattri hlíð fyrir ofan þá og flytur þá yfir ána, og hann festir sig. Í kjölfarið getur seinni maðurinn farið á snjóbrú, á flóðinu, yfir ána,“ segir Halldór. „Hann fer yfir og hjálpar honum upp og þeir senda að þeir vilji láta sækja sig. En svo ryður áin sér bara og þá eru þeir fastir hinum megin við ána.Það tók nokkurn tíma að komast að Norðmönnunum í gærkvöldi.Mynd/aðsendFór allt öðruvísi en virtist í fyrstu Halldór segir mennina hafa getað sent frá sér neyðarboðin en ekki var hægt að ná samband við þá til baka. Tæknin hafi þó sannað sig og björgunarsveitarmenn fundu skíðamennina á ætluðum stað. Erfitt reyndist þó að komast að mönnunum en ákveðið var að senda tvo menn gangandi til móts við þá, þar sem bílar komust ekki yfir ána og þá tók töluverða stund að finna vað yfir hana. Það tókst að lokum og var mönnunum því næst skutlað á sleða út í bílana. „Þetta er svona dæmi um það þegar maður fær útkall og útkallið reynist allt öðruvísi en talað var um í upphafi,“ segir Halldór. Mönnunum var komið til Akureyrar um miðnætti en þeim varð ekki meint af hrakförum sínum. Halldór segir að þeir hafi tekið leigubíl inn í Hólsgerði og ætlað að ganga yfir hálendið. Norðmennirnir hafi hins vegar valið sér heldur fáfarna og erfiða leið, og þannig lent í ógöngum.
Akureyri Björgunarsveitir Eyjafjarðarsveit Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira